Fótbolti

Bayer Leverkusen sló Lazio út úr Meistaradeildinni | Öll mörk kvöldsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Manchester United var eitt af fimm félögum sem tryggðu sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld eftir að hafa haft betur í umspilinu.

Liðin sem komust áfram voru Manchester United frá Englandi, Bayer Leverkusen frá Þýskalandi, Astana frá Kasakstan, CSKA Moskva frá Rússlandi og BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi.

Lazio er úr leik þrátt fyrir að hafa unnið og haldið hreinu í fyrri leik sínum á móti þýska liðinu Bayer Leverkusen. Bayer Leverkusen vann 3-0 sigur í kvöld eftir að hafa verið 1-0 yfir í hálfleik.

Þrjú lið munu þurfa að ferðast langt í riðlakeppninni eftir að Astana frá Kasakstan komst áfram í kvöld.

Liðin sem töpuðu í kvöld munu taka þátt í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Í gær komust áfram í riðlakeppnina Maccabi Tel Aviv frá Ísrael, Malmö frá Svíþjóð, Dinamo Zagreb frá Króatíu, Valencia frá Spáni og Shakhtar Donetsk frá Úkraínu.



Hér fyrir neðan má sjá úrslit og markaskorara kvöldsins og fyrir ofan má sjá öll mörkin sem voru skoruð í leikjunum í kvöld.



Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:

Club Brugge - Manchester United    0-4

0-1 Wayne Rooney (20.), 0-2 Wayne Rooney (49.), 0-3 Wayne Rooney (56.), 0-4 Ander Herrera (63.)

- Manchester United vann samanlagt 7-1

APOEL Nikosia - Astana    1-1

1-0 Semir Stilic (60.), 1-1 Nemanja Maksimovic (84.)

- Astana vann samanlagt 2-1

Bayer Leverkusen - Lazio    3-0

1-0 Hakan Calhanoglu (40.), 2-0 Admir Mehmedi (48.), 3-0 Karim Bellarabi (88.).

- Bayer Leverkusen vann samanlagt 3-1

CSKA Moskva - Sporting Lisabon    3-1

0-1 Téofilo Gutiérrez (36.), 1-1 Seydou Doumbia (49.), 2-1 Seydou Doumbia (72.), 3-1 Ahmed Musa (85.)

- CSKA Moskva vann samanlagt 4-3

Partizan Belgrad - BATE Borisov    2-1

0-1 Ihar Stasevich (25.), 1-1 Nemanja Petrovic (74.), 2-1 Ivan Saponjić (90.).

- 2-2 samanlagt, BATE Borisov áfram á fleiri mörkum á útivelli




Fleiri fréttir

Sjá meira


×