Íslendingar biðu í um tvo tíma í flugvél á Shannon-flugvelli á Írlandi í dag Birgir Olgeirsson skrifar 26. ágúst 2015 21:51 Shannon-flugvöllurinn á Írlandi. Vísir/Getty Hundrað fjörutíu og fimm Íslendingar biðu í um tvo tíma í flugvél frá PrimeraAir á Shannon-flugvelli á Írlandi í dag. Íslendingarnir voru á leið frá Tenerife á Kanaríeyjum til Keflavíkurflugvallar þegar ákveðið var að millilenda á Shannon-flugvelli til að taka eldsneyti. Ástæðan var sögð sú að ekki væri nóg eldsneyti á vélinni ef nýta þyrfti Akureyrarflugvöll sem varaflugvöll. Við millilendinguna á Írlandi var áhöfninni bannað að fljúga því hún hafði unnið of lengi. Var henni því skipað að taka lágmarkshvíld og var farið í að útvega farþegunum hótelgistingu og er áætluð brottför til Íslands klukkan tvö að staðartíma á Írlandi á morgun. Torfi Geirmundsson, hársnyrtir úr Reykjavík, var einn þeirra sem var í flugvélinni. Þegar Vísir náði sambandi við hann höfðu farþegarnir beðið í vélinni í tvo tíma en fljótlega eftir símtalið var þeim hleypt inn á flugvöllinn og voru á leið upp á hótel þegar þetta er skrifað. Um var að ræða leiguflug á vegum Plúsferða og Úrval Útsýn en Torfi segir farþegana hafa fengið litlar upplýsingar á meðan beðið var í vélinni. „Við reyndum að tala við fólkið sem var þarna og sögðu þetta ekki ganga svona, það væru börn í vélinni og þetta væri ekki viðunandi staða,“ segir Torfi en farþegunum var að lokum boðið upp á vatn til að auðvelda biðina.Uppfært klukkan 23:35: Í upphaflegu útgáfunni á fréttinni kom fram að biðin í vélinni hefði tekið fjóra tíma en aðrir farþegar segja hana hafa verið nær tveimur tímum. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hálft tonn af farangri skilið eftir: „Það er enginn að leika sér að þessu“ Farþegar í flugi Flugfélags Íslands frá Nuuk á Grænlandi til Íslands í gær voru afar ósáttir. 25. ágúst 2015 13:15 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Hundrað fjörutíu og fimm Íslendingar biðu í um tvo tíma í flugvél frá PrimeraAir á Shannon-flugvelli á Írlandi í dag. Íslendingarnir voru á leið frá Tenerife á Kanaríeyjum til Keflavíkurflugvallar þegar ákveðið var að millilenda á Shannon-flugvelli til að taka eldsneyti. Ástæðan var sögð sú að ekki væri nóg eldsneyti á vélinni ef nýta þyrfti Akureyrarflugvöll sem varaflugvöll. Við millilendinguna á Írlandi var áhöfninni bannað að fljúga því hún hafði unnið of lengi. Var henni því skipað að taka lágmarkshvíld og var farið í að útvega farþegunum hótelgistingu og er áætluð brottför til Íslands klukkan tvö að staðartíma á Írlandi á morgun. Torfi Geirmundsson, hársnyrtir úr Reykjavík, var einn þeirra sem var í flugvélinni. Þegar Vísir náði sambandi við hann höfðu farþegarnir beðið í vélinni í tvo tíma en fljótlega eftir símtalið var þeim hleypt inn á flugvöllinn og voru á leið upp á hótel þegar þetta er skrifað. Um var að ræða leiguflug á vegum Plúsferða og Úrval Útsýn en Torfi segir farþegana hafa fengið litlar upplýsingar á meðan beðið var í vélinni. „Við reyndum að tala við fólkið sem var þarna og sögðu þetta ekki ganga svona, það væru börn í vélinni og þetta væri ekki viðunandi staða,“ segir Torfi en farþegunum var að lokum boðið upp á vatn til að auðvelda biðina.Uppfært klukkan 23:35: Í upphaflegu útgáfunni á fréttinni kom fram að biðin í vélinni hefði tekið fjóra tíma en aðrir farþegar segja hana hafa verið nær tveimur tímum.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hálft tonn af farangri skilið eftir: „Það er enginn að leika sér að þessu“ Farþegar í flugi Flugfélags Íslands frá Nuuk á Grænlandi til Íslands í gær voru afar ósáttir. 25. ágúst 2015 13:15 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Hálft tonn af farangri skilið eftir: „Það er enginn að leika sér að þessu“ Farþegar í flugi Flugfélags Íslands frá Nuuk á Grænlandi til Íslands í gær voru afar ósáttir. 25. ágúst 2015 13:15