Of sjoppulegt til að kalla Þjóðarsáttmála Jón Gnarr skrifar 29. ágúst 2015 07:00 Í vikunni var undirritaður þjóðarsáttmáli um læsi. Ég verð að viðurkenna að ég veit ekki alveg út á hvað hann gengur. Ég er hluti af þessari þjóð. Ég á fimm börn og eitt á grunnskólaaldri. Ég er rithöfundur og handritshöfundur. Ég hef því bæði tilfinninga- og fjárhagslega hagsmuni af því að fólk kunni vel að lesa. Ég hlustaði á langt viðtal við menntamálaráðherra um átakið en ég var engu nær. Einsog öll alvöru þjóðarátök þá er gert lag. Ekki alveg samt heldur var gerður nýr texti við gamalt lag. Lagið heitir: Það er gott að lesa, og er nýr texti við lagið Það er gott að elska með Bubba. Lagið á að virka hvetjandi á krakka. Þau hlusta á lagið og grípa bók. Eða kannski er þetta ætlað foreldrum. Mér finnst þetta samt hljóma eins og svo margt annað; eins og nýr texti við gamalt stef. Ég held að þetta sé lítið og illa hugsað og muni skila takmörkuðum árangri ef nokkrum. Mér finnst þetta vera svo alvarlegt mál að það hefði alveg mátt henda í frumsamið lag. Mér finnst þetta eiginlega of sjoppuleg aðgerð til að kalla hana Þjóðarsáttmála. Hvar er til dæmis forsetinn? Og af hverju er okkur rithöfundum ekki boðið að vera með? Mér finnst eins og verið sé að blása til orrustu sem er fyrir fram töpuð því það er enginn með nein vopn heldur einungis lúðrablásara. Þetta er svona átak sem lýsir vilja en ekkert meira en það. Ég verð líka að viðurkenna að ég skil ekki alveg hugtakið „að lesa sér til gagns“. Ég set það alltaf í samband við það að geta lesið innihaldslýsingu á umbúðum útí búð. Ég skil ekki hugsunina á bak við hugtakið. Hvað varð um „að lesa sér til gamans“? Hörð samkeppni Ég held að ég hafi byrjað að lesa vegna þess að mér leiddist. Ég held að það sé líka ein helsta ástæðan fyrir því hvað við Íslendingar höfum lesið mikið í gegnum aldirnar. Fólk hefur verið einangrað og ekki haft um mikla dægrastyttingu aðra að velja. Róbinson Krúsó var bara með eina bók á eyjunni sinni; Biblíuna, og las hana spjaldanna á milli. Ég hef lesið hana sjálfur og hún er drepleiðinleg. Maður les hana bara annaðhvort sem verkefni eða vegna þess að maður hefur nákvæmlega ekkert annað lesefni um að velja. En nú er öldin önnur. Það er offramboð af aðgengilegri og auðmeltanlegri afþreyingu en bókum. Athygli barna beinist í auknum mæli að snjallsímum, interneti, tölvuleikjum og sjónvarpi. Bækur mæta afgangi. Þetta er hörð samkeppni. Borga krökkum fyrir að lesa Kannski er kominn tími til að endurhugsa strategíuna ef fólki er virkilega alvara. Ég veit ekki alveg hvað þarf til en ég veit að það mun kosta mikla peninga. Ég hef oft bent á það hér og á öðrum vettvangi að íslenska er spurning um peninga. Það kostar að halda úti tungumálinu okkar. Ef við viljum það þá þurfum við að vera meðvituð og viljug að borga fyrir það. Ef við viljum ekki borga þá mun lestrarkunnáttu fara hrakandi jafnt og þétt og íslenskan mun lognast út af en enska taka yfir. Hún er þegar byrjuð að gera það. Næsta „kynslóð“ af tölvum verður raddstýrð. Það er bara staðreynd. Ég nota SIRI-gervigreindina í símanum mínum. Við tölum saman á ensku. Heimilistæki verða fljótlega raddstýrð líka. Það mun kosta 1-2 milljarða að gera okkur kleift að tala við vélarnar okkar á íslensku. Ef það verður ekki gert þá óttast ég afleiðingarnar. Það þarf líka að stokka upp allt fjármagn sem við erum nú þegar að veita til lestrarkennslu. Mér finnst mjög ólíklegt að það muni gerast. Því miður. Það er ekki einu sinni verið að þýða umbúðir utan um vörur. Við þurfum kannski algjörlega nýja hugmyndafræði við lestrarkennslu? Við erum svolítið búin að vera að reyna að fá krakka til að lesa vegna þess að það sé svo göfugt og spennandi ævintýri. Og oft er það svo. Sumir krakkar uppgötva þennan undraheim bókarinnar. En margir missa móðinn og gefast upp. Og þeim er sífellt að fjölga eins og kannanir sýna. Hvað með að taka upp hvatningar- og umbunarkerfi? Því ekki að borga krökkum fyrir að lesa? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Í vikunni var undirritaður þjóðarsáttmáli um læsi. Ég verð að viðurkenna að ég veit ekki alveg út á hvað hann gengur. Ég er hluti af þessari þjóð. Ég á fimm börn og eitt á grunnskólaaldri. Ég er rithöfundur og handritshöfundur. Ég hef því bæði tilfinninga- og fjárhagslega hagsmuni af því að fólk kunni vel að lesa. Ég hlustaði á langt viðtal við menntamálaráðherra um átakið en ég var engu nær. Einsog öll alvöru þjóðarátök þá er gert lag. Ekki alveg samt heldur var gerður nýr texti við gamalt lag. Lagið heitir: Það er gott að lesa, og er nýr texti við lagið Það er gott að elska með Bubba. Lagið á að virka hvetjandi á krakka. Þau hlusta á lagið og grípa bók. Eða kannski er þetta ætlað foreldrum. Mér finnst þetta samt hljóma eins og svo margt annað; eins og nýr texti við gamalt stef. Ég held að þetta sé lítið og illa hugsað og muni skila takmörkuðum árangri ef nokkrum. Mér finnst þetta vera svo alvarlegt mál að það hefði alveg mátt henda í frumsamið lag. Mér finnst þetta eiginlega of sjoppuleg aðgerð til að kalla hana Þjóðarsáttmála. Hvar er til dæmis forsetinn? Og af hverju er okkur rithöfundum ekki boðið að vera með? Mér finnst eins og verið sé að blása til orrustu sem er fyrir fram töpuð því það er enginn með nein vopn heldur einungis lúðrablásara. Þetta er svona átak sem lýsir vilja en ekkert meira en það. Ég verð líka að viðurkenna að ég skil ekki alveg hugtakið „að lesa sér til gagns“. Ég set það alltaf í samband við það að geta lesið innihaldslýsingu á umbúðum útí búð. Ég skil ekki hugsunina á bak við hugtakið. Hvað varð um „að lesa sér til gamans“? Hörð samkeppni Ég held að ég hafi byrjað að lesa vegna þess að mér leiddist. Ég held að það sé líka ein helsta ástæðan fyrir því hvað við Íslendingar höfum lesið mikið í gegnum aldirnar. Fólk hefur verið einangrað og ekki haft um mikla dægrastyttingu aðra að velja. Róbinson Krúsó var bara með eina bók á eyjunni sinni; Biblíuna, og las hana spjaldanna á milli. Ég hef lesið hana sjálfur og hún er drepleiðinleg. Maður les hana bara annaðhvort sem verkefni eða vegna þess að maður hefur nákvæmlega ekkert annað lesefni um að velja. En nú er öldin önnur. Það er offramboð af aðgengilegri og auðmeltanlegri afþreyingu en bókum. Athygli barna beinist í auknum mæli að snjallsímum, interneti, tölvuleikjum og sjónvarpi. Bækur mæta afgangi. Þetta er hörð samkeppni. Borga krökkum fyrir að lesa Kannski er kominn tími til að endurhugsa strategíuna ef fólki er virkilega alvara. Ég veit ekki alveg hvað þarf til en ég veit að það mun kosta mikla peninga. Ég hef oft bent á það hér og á öðrum vettvangi að íslenska er spurning um peninga. Það kostar að halda úti tungumálinu okkar. Ef við viljum það þá þurfum við að vera meðvituð og viljug að borga fyrir það. Ef við viljum ekki borga þá mun lestrarkunnáttu fara hrakandi jafnt og þétt og íslenskan mun lognast út af en enska taka yfir. Hún er þegar byrjuð að gera það. Næsta „kynslóð“ af tölvum verður raddstýrð. Það er bara staðreynd. Ég nota SIRI-gervigreindina í símanum mínum. Við tölum saman á ensku. Heimilistæki verða fljótlega raddstýrð líka. Það mun kosta 1-2 milljarða að gera okkur kleift að tala við vélarnar okkar á íslensku. Ef það verður ekki gert þá óttast ég afleiðingarnar. Það þarf líka að stokka upp allt fjármagn sem við erum nú þegar að veita til lestrarkennslu. Mér finnst mjög ólíklegt að það muni gerast. Því miður. Það er ekki einu sinni verið að þýða umbúðir utan um vörur. Við þurfum kannski algjörlega nýja hugmyndafræði við lestrarkennslu? Við erum svolítið búin að vera að reyna að fá krakka til að lesa vegna þess að það sé svo göfugt og spennandi ævintýri. Og oft er það svo. Sumir krakkar uppgötva þennan undraheim bókarinnar. En margir missa móðinn og gefast upp. Og þeim er sífellt að fjölga eins og kannanir sýna. Hvað með að taka upp hvatningar- og umbunarkerfi? Því ekki að borga krökkum fyrir að lesa?
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun