Viðar Örn: „Við förum til Hollands til að ná í þrjú stig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. ágúst 2015 19:00 Viðar Örn leikur knattspyrnu í Kina. vísir/getty „Ég er orðinn vel vanur flugum og flýg alveg einu sinni til tvisvar í viku þarna út í Kína,“ segir Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Jiangsu Guoxin-Sainty og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, en hann var gestur í þættinum Fótbolti.net á X-inu í dag. Hann tók nokkur flug til að koma sér til Íslands frá Kína og þá til að að koma til móts við íslenska landsliðið í knattspyrnu sem mætir því hollenska á fimmtudaginn í Amsterdam. „Þetta er mjög fínt en auðvitað nokkuð sérstakt. Veðrið, fólkið og maturinn er allt annað en maður er vanur. Æfingarnar taka svona þrjá til fjóra tíma af deginum og síðan er maður bara mikið að slaka á, horfa á þætti og kíki annað slagið og skoðar menninguna. Þetta er risa stór borg,“ segir viðar en lið hans er staðsett í kínversku borginni Nanjing og þar búa yfir átta milljónir. „Það kemur alveg fyrir að maður er stoppaður út á götu og fólk þekkir mann, kannski meira í hverfinu sem ég bý í,“ segir Viðar sem er ekki enn kominn með bílpróf. „Það er aðeins minna vesen en ég hélt að taka prófið, fyrst hélt ég að maður þyrfti að kunna kínversku en það er víst hægt að komast í gegnum þetta próf með smá vinnu,“ segir Viðar sem er ávallt sóttur á æfingar og hefur hann sinn eigin bílstjóra. „Það er helvíti þægilegt og enginn ástæða til að hætta því.“ Lið Viðars er nú í 8. sæti kínversku úrvalsdeildarinnar með 32 stig eftir 24 umferðir. „Þetta er töluvert undir markmiðum okkar og liðið á að vera ofar í töflunni. Það eru yfirleitt fimm útlendingar í hverju liði en það mega bara þrír spila inn á vellinum í einu. Kínverjar eru á mikilli uppleið í boltanum og þeir eru bara mjög seigir. Það eru fáar stórstjörnur í deildinni en leikmennirnir eru mjög klókir og með góða tækni.“Vantar upp á leikskilning Hann segir að það vanti kannski aðeins upp á leikskilning hjá leikmönnum liðanna. „Ég fékk mikið fleiri færi í Noregi og ég er ekki að fá eins góða aðstoð frá leikmönnunum í mínu liði núna, auðvitað liggur þetta einnig eitthvað hjá mér,“ segir Viðar sem hefur skorað átta mörk í deildinni í Kína og þrjú í bikarkeppninni. „Stundum skorar maður ekki eins mikið og maður vill en maður verður bara að halda áfram og leggja sig fram. Ég er klárlega búinn að taka skref framá við sem leikmaður með því að skipta um lið. Það var auðvitað allt inni hjá mér í fyrra og sjálfstraustið vissulega aðeins meira þegar kemur að markaskori en mér finnst ég hafa spilað betur í deildinni í Kína en ég gerði í Noregi, ég bara skoraði meira í Noregi.“ Viðar líður vel í Kína, svona fyrir utan fjörutíu stiga hitann sem er þar. „Ég kem til með að koma til Evrópu aftur, bara spurning hvort það verði á næstu ári eða þarnæsta. Ég bara gat ekki sagt nei við þessum tilboði frá Kína, það var of gott. En það væri alveg gaman að fá að spila í stórri deild í Evrópu.“ Viðar er í landsliðshóp Íslands fyrir leikinn gegn Hollendingum og Kasökum. „Maður kemur alltaf inn í hópinn með það að markmiði að spila leikina og því leggur maður sig alltaf hundrað prósent fram. En þetta verkefni er gríðarlega spennandi og skemmtilegt. Við erum með sjálfstraustið alveg í botni og vonandi náum við flottum úrslitum og ég hugsa að draumur allra Íslendinga er að komast á stórmót á næsta ári. Við förum til Hollands til að ná í þrjú stig.“ Hlusta má á viðtalið hér að neðan en það hefst eftir 1:31:00. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjá meira
„Ég er orðinn vel vanur flugum og flýg alveg einu sinni til tvisvar í viku þarna út í Kína,“ segir Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Jiangsu Guoxin-Sainty og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, en hann var gestur í þættinum Fótbolti.net á X-inu í dag. Hann tók nokkur flug til að koma sér til Íslands frá Kína og þá til að að koma til móts við íslenska landsliðið í knattspyrnu sem mætir því hollenska á fimmtudaginn í Amsterdam. „Þetta er mjög fínt en auðvitað nokkuð sérstakt. Veðrið, fólkið og maturinn er allt annað en maður er vanur. Æfingarnar taka svona þrjá til fjóra tíma af deginum og síðan er maður bara mikið að slaka á, horfa á þætti og kíki annað slagið og skoðar menninguna. Þetta er risa stór borg,“ segir viðar en lið hans er staðsett í kínversku borginni Nanjing og þar búa yfir átta milljónir. „Það kemur alveg fyrir að maður er stoppaður út á götu og fólk þekkir mann, kannski meira í hverfinu sem ég bý í,“ segir Viðar sem er ekki enn kominn með bílpróf. „Það er aðeins minna vesen en ég hélt að taka prófið, fyrst hélt ég að maður þyrfti að kunna kínversku en það er víst hægt að komast í gegnum þetta próf með smá vinnu,“ segir Viðar sem er ávallt sóttur á æfingar og hefur hann sinn eigin bílstjóra. „Það er helvíti þægilegt og enginn ástæða til að hætta því.“ Lið Viðars er nú í 8. sæti kínversku úrvalsdeildarinnar með 32 stig eftir 24 umferðir. „Þetta er töluvert undir markmiðum okkar og liðið á að vera ofar í töflunni. Það eru yfirleitt fimm útlendingar í hverju liði en það mega bara þrír spila inn á vellinum í einu. Kínverjar eru á mikilli uppleið í boltanum og þeir eru bara mjög seigir. Það eru fáar stórstjörnur í deildinni en leikmennirnir eru mjög klókir og með góða tækni.“Vantar upp á leikskilning Hann segir að það vanti kannski aðeins upp á leikskilning hjá leikmönnum liðanna. „Ég fékk mikið fleiri færi í Noregi og ég er ekki að fá eins góða aðstoð frá leikmönnunum í mínu liði núna, auðvitað liggur þetta einnig eitthvað hjá mér,“ segir Viðar sem hefur skorað átta mörk í deildinni í Kína og þrjú í bikarkeppninni. „Stundum skorar maður ekki eins mikið og maður vill en maður verður bara að halda áfram og leggja sig fram. Ég er klárlega búinn að taka skref framá við sem leikmaður með því að skipta um lið. Það var auðvitað allt inni hjá mér í fyrra og sjálfstraustið vissulega aðeins meira þegar kemur að markaskori en mér finnst ég hafa spilað betur í deildinni í Kína en ég gerði í Noregi, ég bara skoraði meira í Noregi.“ Viðar líður vel í Kína, svona fyrir utan fjörutíu stiga hitann sem er þar. „Ég kem til með að koma til Evrópu aftur, bara spurning hvort það verði á næstu ári eða þarnæsta. Ég bara gat ekki sagt nei við þessum tilboði frá Kína, það var of gott. En það væri alveg gaman að fá að spila í stórri deild í Evrópu.“ Viðar er í landsliðshóp Íslands fyrir leikinn gegn Hollendingum og Kasökum. „Maður kemur alltaf inn í hópinn með það að markmiði að spila leikina og því leggur maður sig alltaf hundrað prósent fram. En þetta verkefni er gríðarlega spennandi og skemmtilegt. Við erum með sjálfstraustið alveg í botni og vonandi náum við flottum úrslitum og ég hugsa að draumur allra Íslendinga er að komast á stórmót á næsta ári. Við förum til Hollands til að ná í þrjú stig.“ Hlusta má á viðtalið hér að neðan en það hefst eftir 1:31:00.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjá meira