Drægni Chevrolet Volt eykst um 40% Finnur Thorlacius skrifar 11. ágúst 2015 15:15 Chevrolet Volt árgerð 2016. Stutt er í að Chevrolet kynni nýja kynslóð tvíorkubílsins Volt og hann á að komast 85 kílómetra á rafmagninu eingöngu, eða 40% lengra en fyrri gerð. Eftir að rafmagnið klárast á Volt fer einskonar ljósavél í gang sem brennir bensíni og framleiðir rafmagn og gengur hann því alltaf á rafmagni. Uppgefin eyðsla bílsins er 2,2 lítrar á hverja 100 kílómetra. Eins og með marga aðra tvíorkubíla komast eigendur þeirra svo til allra sinna ferða á rafmagninu eingöngu og með nýrri og langdrægari gerð bílsins ættu þeir að hræðast minna að aka á bensíni. Í tilviki Volt er svo til ekkert að hræðast því ef rafmagnið klárast tekur ljósavélin við og því er enginn munur á honum og hefðbundnum bíl og drægnin svipuð og í venjulegum bílum. Annað á við í tilfelli hreinna raforkubíla, en þegar rafmagnið klárast er bíllinn stopp. Eigendur Volt aka 80% á rafmagni Núverandi eigendur Chevrolet Volt aka 80% sinna ferða á rafmagninu, en með breyttum bíl er gert ráð fyrir því að sú tala fari í 90%. Athyglivert er að verð Volt kemur til með lækka með nýrri kynslóð og mun hann fá 33.995 dollara verðmiða, en núverandi gerð kostar 34.170 dollara. Þetta er verðið áður en til koma endurgreiðslur frá ríkinu og geta þær auðveldlega numið 7.500 dollurum vestra. Því kostar nýr Volt um 3,5 milljónir króna í Bandaríkjunum. Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir
Stutt er í að Chevrolet kynni nýja kynslóð tvíorkubílsins Volt og hann á að komast 85 kílómetra á rafmagninu eingöngu, eða 40% lengra en fyrri gerð. Eftir að rafmagnið klárast á Volt fer einskonar ljósavél í gang sem brennir bensíni og framleiðir rafmagn og gengur hann því alltaf á rafmagni. Uppgefin eyðsla bílsins er 2,2 lítrar á hverja 100 kílómetra. Eins og með marga aðra tvíorkubíla komast eigendur þeirra svo til allra sinna ferða á rafmagninu eingöngu og með nýrri og langdrægari gerð bílsins ættu þeir að hræðast minna að aka á bensíni. Í tilviki Volt er svo til ekkert að hræðast því ef rafmagnið klárast tekur ljósavélin við og því er enginn munur á honum og hefðbundnum bíl og drægnin svipuð og í venjulegum bílum. Annað á við í tilfelli hreinna raforkubíla, en þegar rafmagnið klárast er bíllinn stopp. Eigendur Volt aka 80% á rafmagni Núverandi eigendur Chevrolet Volt aka 80% sinna ferða á rafmagninu, en með breyttum bíl er gert ráð fyrir því að sú tala fari í 90%. Athyglivert er að verð Volt kemur til með lækka með nýrri kynslóð og mun hann fá 33.995 dollara verðmiða, en núverandi gerð kostar 34.170 dollara. Þetta er verðið áður en til koma endurgreiðslur frá ríkinu og geta þær auðveldlega numið 7.500 dollurum vestra. Því kostar nýr Volt um 3,5 milljónir króna í Bandaríkjunum.
Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir