Endurtekning á NBA-úrslitunum á jóladag Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. ágúst 2015 12:00 Tveir af bestu körfuknattleiksmönnum heims leiða saman hesta sína á jóladag. Vísir/Getty NBA-deildin gaf út í gær leikjadagskráina fyrir NBA tímabilið sem hefst þann 27. október næstkomandi. Leika bæði liðin sem léku til úrslita í fyrra, Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors, leik fyrsta kvöldið. Hefð er fyrir því í NBA-deildinni að meistararnir leiki fyrsta kvöldið heimaleik þegar sérstakur fáni verður reistur til minningar um meistaratitilinn. Þá fá leikmenn á sama tíma afhenda sérstaka meistara hringi sem félagið útbýr en Golden State leikur gegn New Orleans Pelicans í síðasta leik fyrsta NBA-kvöldsins í vetur. Þá var einnig tilkynnt hvaða leikir færu fram á jóladegi en hefð hefur skapast fyrir því að NBA-deildin setji ýmsa stórleiki á jóladag. Enginn verður svikinn af veislunni í ár þegar endurtekning verður á úrslitaleik NBA-deildarinnar í San Fransisco þar sem Golden State Warriors tekur á móti Cleveland Cavaliers. Veislan á jóladag hefst með leik New Orleans Pelicans og Miami Heat en því fylgir leikur Chicago Bulls og Oklahoma City Thunder í Oklahoma. Þriðji leikur dagsins er endurtekning á úrslitaleiknum en körfuknattleiksveislunni lýkur ekki þar. Því fylgir sannkallaður Texas-slagur þegar Houston Rockets tekur á móti San Antonio Spurs áður en lokaleikur dagsins, baráttan um Los Angeles, milli Los Angeles Lakers og Los Angeles Clippers fer fram. Þá verða áhugaverðir leikir þann 11. nóvember næstkomandi þegar DeAndre Jordan leikur eina leik sinn í Dallas á tímabilinu en Jordan eins og frægt er orðið sveik munnlegt samkomulag sitt við Dallas Mavericks og skrifaði undir nýjan samning hjá Los Angeles Clippers. Sama kvöld snýr LaMarcus Aldrige aftur til Portland í fyrsta sinn eftir að hafa gengið til liðs við San Antonio Spurs í sumar. NBA Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Sjá meira
NBA-deildin gaf út í gær leikjadagskráina fyrir NBA tímabilið sem hefst þann 27. október næstkomandi. Leika bæði liðin sem léku til úrslita í fyrra, Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors, leik fyrsta kvöldið. Hefð er fyrir því í NBA-deildinni að meistararnir leiki fyrsta kvöldið heimaleik þegar sérstakur fáni verður reistur til minningar um meistaratitilinn. Þá fá leikmenn á sama tíma afhenda sérstaka meistara hringi sem félagið útbýr en Golden State leikur gegn New Orleans Pelicans í síðasta leik fyrsta NBA-kvöldsins í vetur. Þá var einnig tilkynnt hvaða leikir færu fram á jóladegi en hefð hefur skapast fyrir því að NBA-deildin setji ýmsa stórleiki á jóladag. Enginn verður svikinn af veislunni í ár þegar endurtekning verður á úrslitaleik NBA-deildarinnar í San Fransisco þar sem Golden State Warriors tekur á móti Cleveland Cavaliers. Veislan á jóladag hefst með leik New Orleans Pelicans og Miami Heat en því fylgir leikur Chicago Bulls og Oklahoma City Thunder í Oklahoma. Þriðji leikur dagsins er endurtekning á úrslitaleiknum en körfuknattleiksveislunni lýkur ekki þar. Því fylgir sannkallaður Texas-slagur þegar Houston Rockets tekur á móti San Antonio Spurs áður en lokaleikur dagsins, baráttan um Los Angeles, milli Los Angeles Lakers og Los Angeles Clippers fer fram. Þá verða áhugaverðir leikir þann 11. nóvember næstkomandi þegar DeAndre Jordan leikur eina leik sinn í Dallas á tímabilinu en Jordan eins og frægt er orðið sveik munnlegt samkomulag sitt við Dallas Mavericks og skrifaði undir nýjan samning hjá Los Angeles Clippers. Sama kvöld snýr LaMarcus Aldrige aftur til Portland í fyrsta sinn eftir að hafa gengið til liðs við San Antonio Spurs í sumar.
NBA Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum