Katrín Tanja: Besta sem gat gerst að missa af leikunum í fyrra 13. ágúst 2015 12:48 Katrín Tanja Davíðsdóttir er titluð hraustasta kona í heimi eftir magnaðan árangur á leikunum í L.A. Vísir/Snorri Hraustasta kona heims, Katrín Tanja Davíðsdóttir, kom heim til Íslands í dag og fékk blíðar móttökur frá vinum sínum hjá CrossFit Reykjavík. Eins og flestum ætti að vera kunnugt um bar hún sigur úr býtum á heimsleikunum í CrossFit á dögunum. Vísir var á staðnum er Katrín Tanja kom heim eftir tveggja vikna frí erlendis. Það frí var langþráð. „Ég er búin að vera úti í tvo mánuði núna. Þetta var bara vakna, borða æfa og sofa allan þennan tíma. Ég hef svo nýtt síðustu tvær vikurnar í að hvíla mig og ná mér niður á jörðina," segir Katrín Tanja í spjalli við Kolbein Tuma Daðason. Hún nýtti tímann líka til þess að skipuleggja næsta ár en það verður eflaust nóg að gera hjá henni eftir að hafa náð þessum stóra áfanga.Æfingar hafnar að nýju „Ég byrjaði að æfa aftur á mánudaginn," segir Katrín Tanja en hún er lítið fyrir að slá slöku við. Hvernig var fyrir hana að prófa að taka sér frí? „Það var mikið að gera beint eftir heimsleikana og ég var alveg tilbúin að fara að gera ekki neitt. Það er mjög skrýtið að fara úr því að æfa kannski í átta tíma á dag yfir í að fara ekki einu sinni í æfingaföt. Fjórum dögum eftir að ég fór í frí kom löngunin aftur. Ég tók samt heila viku í frí og hreyfði mig ekki neitt. Fór svo rólega í eina viku en er komin aftur á fullt núna." Katrin Tanja missti af leikunum í fyrra. Átti hún von á því að hún gæti farið alla leið núna?Besta sem gat komið fyrir mig „Að komast ekki á leikana í fyrra var í raun og vera það besta sem hefur komið fyrir mig. Þá komst ég að því hversu mikið ég vildi vinna þetta og hversu mikið ég væri til í að leggja á mig til þess. Ég kann að meta það betur núna. Í heilt ár hugsaði ég bara um leikana og að hafa misst af þeim hvatti mig áfram. Mitt hugarfar var að gera mitt besta og gefa allt," segir Katrín Tanja en getur hún lýst því hvernig henni leið er úrslitin lágu fyrir? „Það var ólýsanlegt. Það er ekki hægt að lýsa þessu. Ég sigraði heiminn og þetta er besta tilfinning sem ég hef upplifað. Ég vissi þegar ég kláraði að ég hefði unnið en ég þorði ekki að fagna fyrr en það var staðfest. Ég mun vinna að því á hverjum einasta degi að finna þessa tilfinningu aftur."Viðtal og móttökuna má sjá í heild sinni hér að neðan. Í upphafi heldur Evert Víglundsson ræðu til heiðurs heimsmeistaranum og í kjölfarið má sjá viðtalið við afrekskonuna. CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja vann heimsleikana í CrossFit Magnaður árangur hjá íslensku keppendunum á heimsleikunum í CrossFit, en þeim lauk í kvöld 27. júlí 2015 00:46 Ég er stolt af vöðvunum Katrín Tanja Davíðsdóttir er nýkrýndur heimsmeistari í crossfit. Við tekur annasamur tími, hún mun ferðast víða og verða þekktara nafn. Hún ætlar að nýta tækifærin sem bjóðast og hana dreymir um að verða íþróttafréttamaður eða leikkona. 1. ágúst 2015 10:00 Katrín Tanja fékk 38 milljónir króna í verðlaunafé Hraustasta kona heims, Katrín Tanja Davíðsdóttir, nældi sér í góðan pening með sigri sínum á heimsleikunum í Crossfit. 27. júlí 2015 15:13 Íslenski heimsmeistarinn: Erum spurð hvað sé í vatninu hérna heima Eins og flestum ætti að vera kunnugt um bar Katrín Tanja Davíðsdóttir sigur úr býtum á heimsleikunum í CrossFit um helgina. 28. júlí 2015 19:05 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Sjá meira
Hraustasta kona heims, Katrín Tanja Davíðsdóttir, kom heim til Íslands í dag og fékk blíðar móttökur frá vinum sínum hjá CrossFit Reykjavík. Eins og flestum ætti að vera kunnugt um bar hún sigur úr býtum á heimsleikunum í CrossFit á dögunum. Vísir var á staðnum er Katrín Tanja kom heim eftir tveggja vikna frí erlendis. Það frí var langþráð. „Ég er búin að vera úti í tvo mánuði núna. Þetta var bara vakna, borða æfa og sofa allan þennan tíma. Ég hef svo nýtt síðustu tvær vikurnar í að hvíla mig og ná mér niður á jörðina," segir Katrín Tanja í spjalli við Kolbein Tuma Daðason. Hún nýtti tímann líka til þess að skipuleggja næsta ár en það verður eflaust nóg að gera hjá henni eftir að hafa náð þessum stóra áfanga.Æfingar hafnar að nýju „Ég byrjaði að æfa aftur á mánudaginn," segir Katrín Tanja en hún er lítið fyrir að slá slöku við. Hvernig var fyrir hana að prófa að taka sér frí? „Það var mikið að gera beint eftir heimsleikana og ég var alveg tilbúin að fara að gera ekki neitt. Það er mjög skrýtið að fara úr því að æfa kannski í átta tíma á dag yfir í að fara ekki einu sinni í æfingaföt. Fjórum dögum eftir að ég fór í frí kom löngunin aftur. Ég tók samt heila viku í frí og hreyfði mig ekki neitt. Fór svo rólega í eina viku en er komin aftur á fullt núna." Katrin Tanja missti af leikunum í fyrra. Átti hún von á því að hún gæti farið alla leið núna?Besta sem gat komið fyrir mig „Að komast ekki á leikana í fyrra var í raun og vera það besta sem hefur komið fyrir mig. Þá komst ég að því hversu mikið ég vildi vinna þetta og hversu mikið ég væri til í að leggja á mig til þess. Ég kann að meta það betur núna. Í heilt ár hugsaði ég bara um leikana og að hafa misst af þeim hvatti mig áfram. Mitt hugarfar var að gera mitt besta og gefa allt," segir Katrín Tanja en getur hún lýst því hvernig henni leið er úrslitin lágu fyrir? „Það var ólýsanlegt. Það er ekki hægt að lýsa þessu. Ég sigraði heiminn og þetta er besta tilfinning sem ég hef upplifað. Ég vissi þegar ég kláraði að ég hefði unnið en ég þorði ekki að fagna fyrr en það var staðfest. Ég mun vinna að því á hverjum einasta degi að finna þessa tilfinningu aftur."Viðtal og móttökuna má sjá í heild sinni hér að neðan. Í upphafi heldur Evert Víglundsson ræðu til heiðurs heimsmeistaranum og í kjölfarið má sjá viðtalið við afrekskonuna.
CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja vann heimsleikana í CrossFit Magnaður árangur hjá íslensku keppendunum á heimsleikunum í CrossFit, en þeim lauk í kvöld 27. júlí 2015 00:46 Ég er stolt af vöðvunum Katrín Tanja Davíðsdóttir er nýkrýndur heimsmeistari í crossfit. Við tekur annasamur tími, hún mun ferðast víða og verða þekktara nafn. Hún ætlar að nýta tækifærin sem bjóðast og hana dreymir um að verða íþróttafréttamaður eða leikkona. 1. ágúst 2015 10:00 Katrín Tanja fékk 38 milljónir króna í verðlaunafé Hraustasta kona heims, Katrín Tanja Davíðsdóttir, nældi sér í góðan pening með sigri sínum á heimsleikunum í Crossfit. 27. júlí 2015 15:13 Íslenski heimsmeistarinn: Erum spurð hvað sé í vatninu hérna heima Eins og flestum ætti að vera kunnugt um bar Katrín Tanja Davíðsdóttir sigur úr býtum á heimsleikunum í CrossFit um helgina. 28. júlí 2015 19:05 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Sjá meira
Katrín Tanja vann heimsleikana í CrossFit Magnaður árangur hjá íslensku keppendunum á heimsleikunum í CrossFit, en þeim lauk í kvöld 27. júlí 2015 00:46
Ég er stolt af vöðvunum Katrín Tanja Davíðsdóttir er nýkrýndur heimsmeistari í crossfit. Við tekur annasamur tími, hún mun ferðast víða og verða þekktara nafn. Hún ætlar að nýta tækifærin sem bjóðast og hana dreymir um að verða íþróttafréttamaður eða leikkona. 1. ágúst 2015 10:00
Katrín Tanja fékk 38 milljónir króna í verðlaunafé Hraustasta kona heims, Katrín Tanja Davíðsdóttir, nældi sér í góðan pening með sigri sínum á heimsleikunum í Crossfit. 27. júlí 2015 15:13
Íslenski heimsmeistarinn: Erum spurð hvað sé í vatninu hérna heima Eins og flestum ætti að vera kunnugt um bar Katrín Tanja Davíðsdóttir sigur úr býtum á heimsleikunum í CrossFit um helgina. 28. júlí 2015 19:05
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti