Framlög til heilbrigðismála aukast á næsta ári Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 13. ágúst 2015 19:15 Gert er ráð fyrir að framlög til heilbrigðismála hækki umfram verðlag í fjárlagafrumvarpi næsta árs, samkvæmt heimildum fréttastofu. Sérstök áhersla verður á að tryggja starfsemi heilsugæslustöðva og framlög til þeirra aukin. Vinna við gerð fjárlagafrumvarps fyrir næsta ár er í fullum gangi hér í fjármálaráðuneytinu. Bjarni Benediktsson mun kynna frumvarpið í byrjun september en þó efni þess sé að mestu óljóst, liggja nokkur atriði þegar fyrir. Meðal þess sem verður í frumvarpinu, og aðgerðir sem gripið verður til samhliða því, er afnám tolla á fatnað og skó frá 1. janúar 2016. Þá verða gerðar breytingar á tekjuskattskerfinu. Skattprósenta í lægra þrepi verður lækkuð úr 22,86% í 22,68%. Þá verður milliskattsþrepið einnig lækkað um næstu áramót en það síðan fellt niður í árslok 2016. Samhliða þessu mun persónuafsláttur hækka til samræmis við verðlagsbreytingar. Þá verða húsnæðisbætur hækkaðar til að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda.Aukin fjárframlög til heilbrigðismálaEn ein stærstu tíðindin í hverju fjárlagafrumvarpi eru framlög til heilbrigðismála. Gert er ráð fyrir að þau muni aukast umtalsvert á fjárlögum næsta árs, þá sérstaklega vegna launahækkanna. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður, þrátt fyrir þessa útgjaldaaukningu, ekki skorið niður til heilbrigðismála, heldur þvert á móti er gert ráð fyrir raunaukningu á framlögum milli ára, þ.e. aukningu umfram verðlag. Undanfarin tvö ár hefur ríkisstjórnin lagt sérstaka áherslu á að auka fjárframlög til heilbrigðisstofnanna, meðal annars Landspítalans. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður í fjárlagafrumvarpi næsta árs lögð sérstök áhersla á að tryggja starfsemi heilsugæslustöðva, og framlög til þeirra aukin. Einnig er í fjárlagavinnu gert ráð fyrir umtalsverðum fjármunum vegna húsnæðismálafrumvarpa félagsmálaráðherra, en kostnaður við frumvörpin nemur milljörðum króna. Fjárlagafrumvarp 2015 Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraleskir foringjar biðla til Bandaríkjaforseta um að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Gert er ráð fyrir að framlög til heilbrigðismála hækki umfram verðlag í fjárlagafrumvarpi næsta árs, samkvæmt heimildum fréttastofu. Sérstök áhersla verður á að tryggja starfsemi heilsugæslustöðva og framlög til þeirra aukin. Vinna við gerð fjárlagafrumvarps fyrir næsta ár er í fullum gangi hér í fjármálaráðuneytinu. Bjarni Benediktsson mun kynna frumvarpið í byrjun september en þó efni þess sé að mestu óljóst, liggja nokkur atriði þegar fyrir. Meðal þess sem verður í frumvarpinu, og aðgerðir sem gripið verður til samhliða því, er afnám tolla á fatnað og skó frá 1. janúar 2016. Þá verða gerðar breytingar á tekjuskattskerfinu. Skattprósenta í lægra þrepi verður lækkuð úr 22,86% í 22,68%. Þá verður milliskattsþrepið einnig lækkað um næstu áramót en það síðan fellt niður í árslok 2016. Samhliða þessu mun persónuafsláttur hækka til samræmis við verðlagsbreytingar. Þá verða húsnæðisbætur hækkaðar til að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda.Aukin fjárframlög til heilbrigðismálaEn ein stærstu tíðindin í hverju fjárlagafrumvarpi eru framlög til heilbrigðismála. Gert er ráð fyrir að þau muni aukast umtalsvert á fjárlögum næsta árs, þá sérstaklega vegna launahækkanna. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður, þrátt fyrir þessa útgjaldaaukningu, ekki skorið niður til heilbrigðismála, heldur þvert á móti er gert ráð fyrir raunaukningu á framlögum milli ára, þ.e. aukningu umfram verðlag. Undanfarin tvö ár hefur ríkisstjórnin lagt sérstaka áherslu á að auka fjárframlög til heilbrigðisstofnanna, meðal annars Landspítalans. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður í fjárlagafrumvarpi næsta árs lögð sérstök áhersla á að tryggja starfsemi heilsugæslustöðva, og framlög til þeirra aukin. Einnig er í fjárlagavinnu gert ráð fyrir umtalsverðum fjármunum vegna húsnæðismálafrumvarpa félagsmálaráðherra, en kostnaður við frumvörpin nemur milljörðum króna.
Fjárlagafrumvarp 2015 Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraleskir foringjar biðla til Bandaríkjaforseta um að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira