Bjóða upp á bíó í sérvöldum helli Kjartan Atli Kjartansson skrifar 17. ágúst 2015 09:14 Hægt verður að horfa á þrjár stuttmyndir í hellinum. „Ég held að þetta sé eitthvað sem fólk geri bara einu sinni á ævinni,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, verkefnastjóri hjá RIFF, um bíósýningu í helli sem haldin verður þann 3. september næstkomandi. Sýningin er í tengslum við Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem haldin verður í tólfta sinn nú í ár. Samstarfsaðilar RIFF eru Cintamani og Arctic Adventures.l Sýningin fer fram í sérvöldum helli í nágrenni borgarinnar sem hentar vel til bíósýningar og lofa skipuleggjendur einstakri upplifun. „Með í för verða leiðsögumenn auk þess sem boðið verður upp á kynningu á íslenskri kvikmyndagerð.“Hallfríður Þóra Tryggvadóttir.Í hellinum verða þrjár íslenskar stuttmyndir sýndar. Myndirnar eru Ástarsaga eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur sem vinnur nú að sinni fyrstu mynd í fullri lengd, Hvalfjörður eftir Guðmund Arnar Guðmundsson sem hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Cannes árið 2013 og þá Síðasti bærinn eftir Rúnar Rúnarsson en myndin var tilnefnd til óskarsverðlauna í flokki stuttmynda árið 2006. Þetta er í annað sinn sem boðið er upp á bíósýningu í helli í tengslum við RIFF. Hellasýningin hefur nú verið færð framar á dagatalinu, verður í byrjun september en kvikmyndahátíðin sjálf verður 24. september til 4. október. RIFF býður ár hvert upp á óhefðbundna, skemmtilega og glæsilega kvikmyndaviðburði á borð við kvikmyndatónleika, sundbíó, heimabíó og pallborðsumræður. Hægt verður að nálgast miða á hellasýninguna á vefsíðu RIFF, www.riff.is, og hefst miðasalan í dag. Óskarinn RIFF Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Ég held að þetta sé eitthvað sem fólk geri bara einu sinni á ævinni,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, verkefnastjóri hjá RIFF, um bíósýningu í helli sem haldin verður þann 3. september næstkomandi. Sýningin er í tengslum við Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem haldin verður í tólfta sinn nú í ár. Samstarfsaðilar RIFF eru Cintamani og Arctic Adventures.l Sýningin fer fram í sérvöldum helli í nágrenni borgarinnar sem hentar vel til bíósýningar og lofa skipuleggjendur einstakri upplifun. „Með í för verða leiðsögumenn auk þess sem boðið verður upp á kynningu á íslenskri kvikmyndagerð.“Hallfríður Þóra Tryggvadóttir.Í hellinum verða þrjár íslenskar stuttmyndir sýndar. Myndirnar eru Ástarsaga eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur sem vinnur nú að sinni fyrstu mynd í fullri lengd, Hvalfjörður eftir Guðmund Arnar Guðmundsson sem hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Cannes árið 2013 og þá Síðasti bærinn eftir Rúnar Rúnarsson en myndin var tilnefnd til óskarsverðlauna í flokki stuttmynda árið 2006. Þetta er í annað sinn sem boðið er upp á bíósýningu í helli í tengslum við RIFF. Hellasýningin hefur nú verið færð framar á dagatalinu, verður í byrjun september en kvikmyndahátíðin sjálf verður 24. september til 4. október. RIFF býður ár hvert upp á óhefðbundna, skemmtilega og glæsilega kvikmyndaviðburði á borð við kvikmyndatónleika, sundbíó, heimabíó og pallborðsumræður. Hægt verður að nálgast miða á hellasýninguna á vefsíðu RIFF, www.riff.is, og hefst miðasalan í dag.
Óskarinn RIFF Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein