Fótbolti

Pedro til Chelsea en ekki til Manchester United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pedro tryggði Barcelona Ofurbikar UEFA á dögunum.
Pedro tryggði Barcelona Ofurbikar UEFA á dögunum. Vísir/Getty
Enskir og spænskir fjölmiðlar hafa skrifað um það í morgun að spænski framherjinn Pedro sé ekki lengur á leiðinni til Manchester United heldur til Chelsea.

Pedro á að fljúga til London í dag til að gangast undir læknisskoðun áður en hann skrifar undir hjá Chelsea.

Pedro hefur verið orðaður við Manchester United í langan tíma en spænska blaðið Marca hefur heimildir fyrir því að Chelsea og Barcelona hafi samið um kaupverð í gærkvöldi.

Chelsea mun borga Barcelona 28 milljónir evra fyrir leikmanninn auk möguleika á tveimur milljónum evra til viðbótar í bónusgreiðslur. Samkvæmt heimildum fjölmiðla í báðum löndum bauð Manchester 25 milljónir evra í Pedro auk fimm milljóna í bónusgreiðslur.

Annað spænskt blað, AS, segir að Manchester United og Barcelona hafi ekki náð saman um kaupverðið, hvorki um heildarupphæðina eða með hvaða hætti enska liðið ætlaði að greiða fyrir leikmanninn.

BBC hefur síðan fengið það staðfest að Manchester United hafi ekki lengur áhuga á því að kaupa Pedro.

Pedro Rodríguez er 28 ára gamall spænsku landsliðsmaður sem hefur spilað með Barcelona frá árinu 2008. Hann hefur skorað meira en tíu mörk í öllum keppnum undanfarin sex tímabil og er samtals með 99 mörk í 321 leikjum fyrir Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×