Draumurinn kann þetta ennþá | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. ágúst 2015 19:15 Hakeem sýndi að hann hefur engu gleymt. vísir/afp Fyrsti NBA-leikurinn í Afríku fór fram í dag þegar heimsliðið vann úrvalslið Afríku, 101-97, í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Í úrvalsliði Afríku, sem var skipað Afríkumönnum eða leikmönnum af afrískum ættum, voru leikmenn á borð við Loul Deng, Nicolas Batum og Boris Diaw, auk þess sem gömlu hetjurnar Dikembe Mutombo og Hakeem Olajuwon stigu á stokk. Hinn 52 ára gamli Hakeem sýndi að hann hefur engu gleymt en mikil fagnaðarlæti brutust út þegar hann setti niður stökkskot í 2. leikhluta eftir eina eina af sínum frægu gabbhreyfingum. Körfuna má sjá í myndbandinu hér að neðan. „Þetta var eftirminnileg reynsla,“ sagði Chris Paul, leikstjórnandi Los Angeles Clippers, sem var fyrirliði heimsliðsins sem innihélt m.a. Bradley Beal, Kenneth Farid, Nikola Vucevic og spænsku bræðurna Pau og Marc Gasol. „Ég sagði við Drauminn (viðurnefni Hakeems) að ég gæti ekki ímyndað hvernig hann hefði verið þegar hann var upp á sitt besta, miðað við hvernig hann hreyfir sig í dag.“ Beal var stigahæstur í heimsliðinu með 18 stig, en Lionel Hollins, þjálfari Brooklyn Nets, stýrði því. Giannis Antetokounmpo, leikmaður Milwaukee Bucks, skoraði 22 stig fyrir Afríkuliðið sem Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs, stýrði. Loul Deng, leikmaður Miami Heat, segir að viðburður sem þessi sé mikilvægur fyrir útbreiðslu körfuboltans. „Þegar ég var krakki átti ég aldrei möguleika á að sjá NBA-leiki og hvað þá að hitta stjörnurnar. Ég get ekki lýst því hvernig það er að koma aftur til Afríku og taka þátt í svona leik,“ sagði Deng sem fæddist í Suður-Súdan. NBA Tengdar fréttir Markmiðið er að einn daginn verði NBA leikur í Afríku Framkvæmdarstjóri NBA-deildarinnar segir að markmiðið sé að undirbúningsleikur og síðar leikur í NBA-deildinni fari fram í Afríku einn daginn. 30. júlí 2015 20:30 Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport „Manchester er heima“ Enski boltinn Fleiri fréttir Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Sjá meira
Fyrsti NBA-leikurinn í Afríku fór fram í dag þegar heimsliðið vann úrvalslið Afríku, 101-97, í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Í úrvalsliði Afríku, sem var skipað Afríkumönnum eða leikmönnum af afrískum ættum, voru leikmenn á borð við Loul Deng, Nicolas Batum og Boris Diaw, auk þess sem gömlu hetjurnar Dikembe Mutombo og Hakeem Olajuwon stigu á stokk. Hinn 52 ára gamli Hakeem sýndi að hann hefur engu gleymt en mikil fagnaðarlæti brutust út þegar hann setti niður stökkskot í 2. leikhluta eftir eina eina af sínum frægu gabbhreyfingum. Körfuna má sjá í myndbandinu hér að neðan. „Þetta var eftirminnileg reynsla,“ sagði Chris Paul, leikstjórnandi Los Angeles Clippers, sem var fyrirliði heimsliðsins sem innihélt m.a. Bradley Beal, Kenneth Farid, Nikola Vucevic og spænsku bræðurna Pau og Marc Gasol. „Ég sagði við Drauminn (viðurnefni Hakeems) að ég gæti ekki ímyndað hvernig hann hefði verið þegar hann var upp á sitt besta, miðað við hvernig hann hreyfir sig í dag.“ Beal var stigahæstur í heimsliðinu með 18 stig, en Lionel Hollins, þjálfari Brooklyn Nets, stýrði því. Giannis Antetokounmpo, leikmaður Milwaukee Bucks, skoraði 22 stig fyrir Afríkuliðið sem Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs, stýrði. Loul Deng, leikmaður Miami Heat, segir að viðburður sem þessi sé mikilvægur fyrir útbreiðslu körfuboltans. „Þegar ég var krakki átti ég aldrei möguleika á að sjá NBA-leiki og hvað þá að hitta stjörnurnar. Ég get ekki lýst því hvernig það er að koma aftur til Afríku og taka þátt í svona leik,“ sagði Deng sem fæddist í Suður-Súdan.
NBA Tengdar fréttir Markmiðið er að einn daginn verði NBA leikur í Afríku Framkvæmdarstjóri NBA-deildarinnar segir að markmiðið sé að undirbúningsleikur og síðar leikur í NBA-deildinni fari fram í Afríku einn daginn. 30. júlí 2015 20:30 Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport „Manchester er heima“ Enski boltinn Fleiri fréttir Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Sjá meira
Markmiðið er að einn daginn verði NBA leikur í Afríku Framkvæmdarstjóri NBA-deildarinnar segir að markmiðið sé að undirbúningsleikur og síðar leikur í NBA-deildinni fari fram í Afríku einn daginn. 30. júlí 2015 20:30