Volt sló við Leaf í sölu í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 4. ágúst 2015 09:56 Chevrolet Volt og Nissan Leaf. Chevrolet Volt seldist betur en Nissan Leaf í júlí í Bandaríkjunum í fyrsta skipti síðan í október árið 2013. Allar götur síðan þá hefur Nissan Leaf selst í meira magni en Volt þar vestra. Kemur þetta á óvart þar sem Chevrolet Volt af núverandi kynslóð er farinn að eldast og von er á nýrri kynslóð bílsins mjög fljótlega. Alls seldust 1.313 Volt í júlí en 1.174 Leaf og minnkaði sala Volt um 35% á milli ára en sala Leaf minnkaði um 61,1%. Sala Chevrolet Volt á þessu ári nemur samtals 80.292 bílum en Nissan Leaf hefur selst í 83.312 eintökum og hefur því enn vinninginn. Er þetta til vitnis um dræma sölu tvíorkubíla í Bandaríkjunum sökum lækkandi olíuverðs. Stutt er í nýjan Volt en einnig nýjan Leaf og gæti sala þeirra beggja farið verulega uppávið þegar þeir koma á markað. Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent
Chevrolet Volt seldist betur en Nissan Leaf í júlí í Bandaríkjunum í fyrsta skipti síðan í október árið 2013. Allar götur síðan þá hefur Nissan Leaf selst í meira magni en Volt þar vestra. Kemur þetta á óvart þar sem Chevrolet Volt af núverandi kynslóð er farinn að eldast og von er á nýrri kynslóð bílsins mjög fljótlega. Alls seldust 1.313 Volt í júlí en 1.174 Leaf og minnkaði sala Volt um 35% á milli ára en sala Leaf minnkaði um 61,1%. Sala Chevrolet Volt á þessu ári nemur samtals 80.292 bílum en Nissan Leaf hefur selst í 83.312 eintökum og hefur því enn vinninginn. Er þetta til vitnis um dræma sölu tvíorkubíla í Bandaríkjunum sökum lækkandi olíuverðs. Stutt er í nýjan Volt en einnig nýjan Leaf og gæti sala þeirra beggja farið verulega uppávið þegar þeir koma á markað.
Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent