Sex með á EM einstaklinga og hafa aldrei verið fleiri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2015 15:30 Axel Bóasson hefur náð bestum árangri á Evrópumeistaramóti einstaklinga í golfi. Mynd/Gsimyndir.net Sex íslenskir áhugakylfingar hefja leik á morgun, miðvikudag, á Evrópumeistaramóti einstaklinga í golfi sem fram fer í Slóvakíu en þetta er metfjöldi íslenskra kylfinga á slíku móti. Leikið verður á Penati golfvallasvæðinu þar sem tveir 18 holu vellir eru en Jack Nicklaus hannaði báða vellina. Aðeins stigahæstu kylfingarnir á heimslista áhugamanna fá keppnisrétt á þessu móti og er þetta metfjöldi hjá Íslendingum sem er ánægjuefni. Þeir sem taka þátt fyrir Íslands hönd er: Axel Bóasson (GK), Andri Þór Björnsson (GR), Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR), Haraldur Franklín Magnús (GR), Bjarki Pétursson (GB) og Gísli Sveinbergsson (GK). Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari Íslands er með í för og verður keppendum til halds og trausts. Haraldur Franklín og Ragnar Már Garðarsson úr GKG tóku þátt í fyrra á þessu móti þegar það fór fram í Skotlandi. Þeir komust ekki í gegnum niðurskurðinn. Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að keppt er í höggleik og að loknum öðrum keppnisdegi komast 60 efstu áfram á lokakeppnisdagana tvo. Alls eru 144 keppendur sem komast inn á þetta sterka mót. Margir þekktir kylfingar hafa sigrað í þessu móti. Ashley Chesters frá Englandi varði titilinn í fyrra en á meðal þeirra sem hafa sigrað má nefna; Victor Dubuisson (Frakkland) 2009, Rory McIlroy (Norður-Írland) 2006 og Sergio Garcia (Spánn) 1995. Axel Bóasson úr Keili á bestan árangur allra Íslendinga á þessu móti en hann endaði í 8.-12. sæti árið 2012. Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari, endaði í 9. sæti árið 1993. Golf Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Sport Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Sex íslenskir áhugakylfingar hefja leik á morgun, miðvikudag, á Evrópumeistaramóti einstaklinga í golfi sem fram fer í Slóvakíu en þetta er metfjöldi íslenskra kylfinga á slíku móti. Leikið verður á Penati golfvallasvæðinu þar sem tveir 18 holu vellir eru en Jack Nicklaus hannaði báða vellina. Aðeins stigahæstu kylfingarnir á heimslista áhugamanna fá keppnisrétt á þessu móti og er þetta metfjöldi hjá Íslendingum sem er ánægjuefni. Þeir sem taka þátt fyrir Íslands hönd er: Axel Bóasson (GK), Andri Þór Björnsson (GR), Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR), Haraldur Franklín Magnús (GR), Bjarki Pétursson (GB) og Gísli Sveinbergsson (GK). Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari Íslands er með í för og verður keppendum til halds og trausts. Haraldur Franklín og Ragnar Már Garðarsson úr GKG tóku þátt í fyrra á þessu móti þegar það fór fram í Skotlandi. Þeir komust ekki í gegnum niðurskurðinn. Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að keppt er í höggleik og að loknum öðrum keppnisdegi komast 60 efstu áfram á lokakeppnisdagana tvo. Alls eru 144 keppendur sem komast inn á þetta sterka mót. Margir þekktir kylfingar hafa sigrað í þessu móti. Ashley Chesters frá Englandi varði titilinn í fyrra en á meðal þeirra sem hafa sigrað má nefna; Victor Dubuisson (Frakkland) 2009, Rory McIlroy (Norður-Írland) 2006 og Sergio Garcia (Spánn) 1995. Axel Bóasson úr Keili á bestan árangur allra Íslendinga á þessu móti en hann endaði í 8.-12. sæti árið 2012. Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari, endaði í 9. sæti árið 1993.
Golf Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Sport Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira