Heimavallarsigur í fimmgangi á HM í Herning Bjarni Þór Sigurðsson skrifar 5. ágúst 2015 20:13 Hér má sjá Reyni Örn á hestinum Greifa. Vísir/Jón Björnsson Dramatíkin heldur áfram á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Herning í Danmörku. Spennandi keppni fimmgangi lauk í dag. Það er hin danska Julie Christiansen á Hug frá Flugumýri II, sem stendur efst fyrir úrslitin á sunnudag. Julie er núverandi heimsmeistari í slaktaumatölti. Hún þurfti að grípa til varahests þar sem keppnishestur hennar forfallaðist á síðastu stundu, en það kom greinilega ekki að sök. Fulltrúi íslands, Reynir Örn Pálmason á Greifa frá Holtsmúla 1, átti jafna og góða sýningu. Hann lenti í 2. til 3. sæti með einkunnina 7,03 rétt eins og Jessica Rydin frá Svíþjóð.Hugur frá Flugumýri II er sannarlega flottur hestur.Vísir/Jón BjörnssonEyjólfur Þorsteinsson á hesti sínum Oliver frá Kvistum slapp naumlega inn í B-úrslit með einkunnina 6,40 í 10. til 12. Eyjólfu lenti í vandræðum með niðurtöku á skeiði og var það honum dýrt, en Óíiver og Eyjólfur standa efstir á heimslistanum í dag. Það verða því sjö knapar sem berjast um sæti í A-úrslitum í fimmgangi á þessu móti í stað fimm eins og venjan er. Eyjólfur á því enn möguleika að komast í A-úrslitin. Ungmennið Gústaf Ásgeir Hinriksson á Geisla frá Svanavatni átti ágæta sýningu en smá feill í fyrri skeiðspretti hefur sennilega kostað hann einhverjar kommur. Hann á því vonandi inni fyrir úrslitin í ungmennaflokknum. Fyrir sýningu sína í dag hlaut Gústaf 6,43 og er fjórði.Einbeittur Eyjólfur Þorsteinsson og Óliver.Vísir/Jón BjörnssonMikill viðsnúningur var í veðurfarinu hér í Herning frá í gær. Rigningu á þessu móti er lokið að sögn mótshaldara, sól og blíða það sem eftir er af mótinu. Mikið hefur fjölgað á mótsvæðinu í dag. Greinilegt er að mikið af íslendingum hafa bæst við og von á fleirum á morgun og fram að helgi. Fyrir áhugasama er bara að skella sér í flug og mæta á svæðið. Dómar kynbótahrossa, sem frestað var í gær stendur yfir og klárast í kvöld. Yfirlitssýning kynbótahrossa fer svo fram á morgun. A-úrslit á sunnudag 1. Julie Christiansen [DK] - Hugur frá Flugumýri II - 7,10 2. Reynir Örn Pálmason [IS] - Greifi frá Holtsmúla 1 - 7,03 2. Jessica Rydin [SE] - Jórik från Lönneberga [] 7,03 4. Magnús Skúlason [WC] [SE] - Hraunar frá Efri-Rauðalæk - 7,00 5. Rasmus Møller Jensen [DK] - Farsæll vom Hrafnsholt - 6,80 B- úrslit á laugardag 6. Mara Daniella Staubli [CH] - Hlébarði frá Ketilsstöðum - 6,60 7. Hans-Christian Løwe [DK] - Eldjárn fra Vivildgård - 6,57 8. Johannes Hoyos [AT] - Hrafn vom Schloßberg - 6,53 9. Steffi Svendsen [DK] - Ljóni frá Ketilsstöðum - 6,47 10 - 12. Eyjólfur Þorsteinsson [IS] - Oliver frá Kvistum – 6,40 10 - 12. Piet Hoyos [AT] - Glymur frá Flekkudal - 6,40 10 - 12. Chrissy Seipolt [US] - Dreki vom Wotanshof – 6,40 Ungmennaflokkur úrslit 1. Marvin Heinze [DE] - Myrkvi vom Quillerhof - 6,87 2. Kristian Tofte Ambo [DK] - Tónn frá Ólafsbergi - 6,77 3. Lara Balz [CH] - Trú från Sundäng - 6,50 4. Gústaf Ásgeir Hinriksson [IS] - Geisli frá Svanavatni - 6,43 5. Ingrid Marie Larsen [NO] - Dimmey fra Jakobsgården - 6,33 6. Sasha Sommer [DK] - Snar frá Kjartansstöðum - 6,33Hér má sjá öll úrslit mótsins.Fljúgandi skeið hjá Gústaf og Geisla.Vísir/Jón Björnsson. Hestar Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Sjá meira
Dramatíkin heldur áfram á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Herning í Danmörku. Spennandi keppni fimmgangi lauk í dag. Það er hin danska Julie Christiansen á Hug frá Flugumýri II, sem stendur efst fyrir úrslitin á sunnudag. Julie er núverandi heimsmeistari í slaktaumatölti. Hún þurfti að grípa til varahests þar sem keppnishestur hennar forfallaðist á síðastu stundu, en það kom greinilega ekki að sök. Fulltrúi íslands, Reynir Örn Pálmason á Greifa frá Holtsmúla 1, átti jafna og góða sýningu. Hann lenti í 2. til 3. sæti með einkunnina 7,03 rétt eins og Jessica Rydin frá Svíþjóð.Hugur frá Flugumýri II er sannarlega flottur hestur.Vísir/Jón BjörnssonEyjólfur Þorsteinsson á hesti sínum Oliver frá Kvistum slapp naumlega inn í B-úrslit með einkunnina 6,40 í 10. til 12. Eyjólfu lenti í vandræðum með niðurtöku á skeiði og var það honum dýrt, en Óíiver og Eyjólfur standa efstir á heimslistanum í dag. Það verða því sjö knapar sem berjast um sæti í A-úrslitum í fimmgangi á þessu móti í stað fimm eins og venjan er. Eyjólfur á því enn möguleika að komast í A-úrslitin. Ungmennið Gústaf Ásgeir Hinriksson á Geisla frá Svanavatni átti ágæta sýningu en smá feill í fyrri skeiðspretti hefur sennilega kostað hann einhverjar kommur. Hann á því vonandi inni fyrir úrslitin í ungmennaflokknum. Fyrir sýningu sína í dag hlaut Gústaf 6,43 og er fjórði.Einbeittur Eyjólfur Þorsteinsson og Óliver.Vísir/Jón BjörnssonMikill viðsnúningur var í veðurfarinu hér í Herning frá í gær. Rigningu á þessu móti er lokið að sögn mótshaldara, sól og blíða það sem eftir er af mótinu. Mikið hefur fjölgað á mótsvæðinu í dag. Greinilegt er að mikið af íslendingum hafa bæst við og von á fleirum á morgun og fram að helgi. Fyrir áhugasama er bara að skella sér í flug og mæta á svæðið. Dómar kynbótahrossa, sem frestað var í gær stendur yfir og klárast í kvöld. Yfirlitssýning kynbótahrossa fer svo fram á morgun. A-úrslit á sunnudag 1. Julie Christiansen [DK] - Hugur frá Flugumýri II - 7,10 2. Reynir Örn Pálmason [IS] - Greifi frá Holtsmúla 1 - 7,03 2. Jessica Rydin [SE] - Jórik från Lönneberga [] 7,03 4. Magnús Skúlason [WC] [SE] - Hraunar frá Efri-Rauðalæk - 7,00 5. Rasmus Møller Jensen [DK] - Farsæll vom Hrafnsholt - 6,80 B- úrslit á laugardag 6. Mara Daniella Staubli [CH] - Hlébarði frá Ketilsstöðum - 6,60 7. Hans-Christian Løwe [DK] - Eldjárn fra Vivildgård - 6,57 8. Johannes Hoyos [AT] - Hrafn vom Schloßberg - 6,53 9. Steffi Svendsen [DK] - Ljóni frá Ketilsstöðum - 6,47 10 - 12. Eyjólfur Þorsteinsson [IS] - Oliver frá Kvistum – 6,40 10 - 12. Piet Hoyos [AT] - Glymur frá Flekkudal - 6,40 10 - 12. Chrissy Seipolt [US] - Dreki vom Wotanshof – 6,40 Ungmennaflokkur úrslit 1. Marvin Heinze [DE] - Myrkvi vom Quillerhof - 6,87 2. Kristian Tofte Ambo [DK] - Tónn frá Ólafsbergi - 6,77 3. Lara Balz [CH] - Trú från Sundäng - 6,50 4. Gústaf Ásgeir Hinriksson [IS] - Geisli frá Svanavatni - 6,43 5. Ingrid Marie Larsen [NO] - Dimmey fra Jakobsgården - 6,33 6. Sasha Sommer [DK] - Snar frá Kjartansstöðum - 6,33Hér má sjá öll úrslit mótsins.Fljúgandi skeið hjá Gústaf og Geisla.Vísir/Jón Björnsson.
Hestar Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Sjá meira