Chevrolet fylgir Ford í aukinni notkun áls Finnur Thorlacius skrifar 6. ágúst 2015 12:35 Chevrolet Silverado. Chevrolet hefur birt heilu auglýsingaherferðirnar vestanhafs í því augnamiði að gera grín að Ford vegna nýja Ford F-150 pallbílsins sem að miklum hluta er nú smíðaður úr áli. Því vekur það athygli að Chevrolet og General Motors, eigandi Chevrolet, hefur tilkynnt að það ætli að auka verulega álnotkun í bíla sína á næstunni. Í fyrstu verða það bílgerðirnar Chevrolet Silverado, Chevrolet Tahoe og Cadillac Escalade sem verða smíðaðir að stórum hluta úr áli frá og með 2018 árgerð þeirra. Þetta gerir GM náttúrulega til að létta bílana til muna og stuðla í leiðinni að minni eyðslu þeirra og mengun og með því hlýta sístrangari reglum hins opinbera um lækkandi eyðslu. GM er sagt ætla að eyða 877 milljónum dollara til breytinga á verksmiðjum sínum til að gera þetta mögulegt. Það samsvarar 117 milljörðum króna. Ef til vill mun GM í kjölfarið draga þessar undarlegu auglýsingaherferðir til baka, sem gert hafa grín af álnotkun í bíla. Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent
Chevrolet hefur birt heilu auglýsingaherferðirnar vestanhafs í því augnamiði að gera grín að Ford vegna nýja Ford F-150 pallbílsins sem að miklum hluta er nú smíðaður úr áli. Því vekur það athygli að Chevrolet og General Motors, eigandi Chevrolet, hefur tilkynnt að það ætli að auka verulega álnotkun í bíla sína á næstunni. Í fyrstu verða það bílgerðirnar Chevrolet Silverado, Chevrolet Tahoe og Cadillac Escalade sem verða smíðaðir að stórum hluta úr áli frá og með 2018 árgerð þeirra. Þetta gerir GM náttúrulega til að létta bílana til muna og stuðla í leiðinni að minni eyðslu þeirra og mengun og með því hlýta sístrangari reglum hins opinbera um lækkandi eyðslu. GM er sagt ætla að eyða 877 milljónum dollara til breytinga á verksmiðjum sínum til að gera þetta mögulegt. Það samsvarar 117 milljörðum króna. Ef til vill mun GM í kjölfarið draga þessar undarlegu auglýsingaherferðir til baka, sem gert hafa grín af álnotkun í bíla.
Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent