Skrautlegt ár hjá Allenby 30. júlí 2015 17:30 Allenby ásamt Middlemo kylfusveini. vísir/getty Árið 2015 hefur verið einstaklega skrítið hjá ástralska kylfingnum Robert Allenby. Árið byrjaði með látum í janúar þegar hann var búinn með tvo hringi á móti í Hawaii. Þá hélt Allenby því fram að honum hefði verið rænt. Hann hefði síðan verið laminn og hent út úr bíl á ferð. Hið meinta mannrán átti sér stað á bar í Hawaii og vitni hafa dregið sögu Allenby í efa. Eitt vitni sagðist hafa séð hann að sumbli með tveimur heimilislausum mönnum rétt hjá barnum og þá hefði andlitið á honum þegar verið skaddað. Hann var frekar illa farinn í andlitinu er hann kom í viðtal vegna málsins daginn eftir. Um síðustu helgi ákvað Allenby síðan að reka kylfusvein sinn, Mick Middlemo, í miðjum hring á móti í Kanada. Hann kenndi kylfusveininum um er hann sló út í vatn. Sagði kylfusveininn hafa mælt með rangri kylfu. Þeir hnakkrifust á vellinum og Allenby sagði honum svo að koma sér burt. Áhorfandi sá um að bera kylfurnar síðustu holurnar á hringnum. Middlemo er allt annað en sáttur við framkomu Allenby og hefur farið í fjölmiðla og tjáð þeim að Allenby hafi alls ekki verið rænt. Andlit hans hafi líklega skaddast þar sem hann hafi verið dauðadrukkinn og dottið. Málið hefur aldrei verið til lykta leitt og það eina sem er staðfest er að einhver rændi veskinu hans þetta örlagaríka kvöld á Hawaii. Maður var handtekinn er hann reyndi að kaupa dýrt úr fyrir kortið hans Allenby. Golf Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Árið 2015 hefur verið einstaklega skrítið hjá ástralska kylfingnum Robert Allenby. Árið byrjaði með látum í janúar þegar hann var búinn með tvo hringi á móti í Hawaii. Þá hélt Allenby því fram að honum hefði verið rænt. Hann hefði síðan verið laminn og hent út úr bíl á ferð. Hið meinta mannrán átti sér stað á bar í Hawaii og vitni hafa dregið sögu Allenby í efa. Eitt vitni sagðist hafa séð hann að sumbli með tveimur heimilislausum mönnum rétt hjá barnum og þá hefði andlitið á honum þegar verið skaddað. Hann var frekar illa farinn í andlitinu er hann kom í viðtal vegna málsins daginn eftir. Um síðustu helgi ákvað Allenby síðan að reka kylfusvein sinn, Mick Middlemo, í miðjum hring á móti í Kanada. Hann kenndi kylfusveininum um er hann sló út í vatn. Sagði kylfusveininn hafa mælt með rangri kylfu. Þeir hnakkrifust á vellinum og Allenby sagði honum svo að koma sér burt. Áhorfandi sá um að bera kylfurnar síðustu holurnar á hringnum. Middlemo er allt annað en sáttur við framkomu Allenby og hefur farið í fjölmiðla og tjáð þeim að Allenby hafi alls ekki verið rænt. Andlit hans hafi líklega skaddast þar sem hann hafi verið dauðadrukkinn og dottið. Málið hefur aldrei verið til lykta leitt og það eina sem er staðfest er að einhver rændi veskinu hans þetta örlagaríka kvöld á Hawaii. Maður var handtekinn er hann reyndi að kaupa dýrt úr fyrir kortið hans Allenby.
Golf Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti