Frábær endurkoma hjá Tiger á fyrsta hring - Goosen og Ishikawa í forystu Kári Örn Hinriksson skrifar 30. júlí 2015 23:24 Tiger lét slæma byrjun ekki á sig fá. Getty Suður-Afríkumaðurinn Retief Goosen virðist eldast eins og gott vín en eftir að hafa verið í toppbaráttunni lengi vel á Opna breska fyrir tveimur vikum leiðir hann eftir fyrsta hring á Quicken Loan National mótinu. Goosen lék Robert Trent Jones völlinn á 63 höggum eða átta undir pari, sem og Japaninn Ryo Ishikawa sem deilir efsta sætinu með honum.Tiger Woods er með um helgina eftir mjög dapurt gengi það sem af er ári og hann byrjaði hræðilega með því að fá þrjá skolla á fyrstu fjóru holunum. Þá virtist þó eitthvað smella í gang hjá Tiger en hann sýndi allar sýnar bestu hliðar þar sem eftir lifði hrings, fékk m.a. sex fugla á níu holu kafla og endaði að lokum á 68 höggum eða þremur undir pari. Það væri gaman ef Woods myndi finna sitt gamla form og vera í toppbaráttunni um helgina en bein útsending frá öðrum hring hefst klukkan 18:30 á morgun á Golfstöðinni. Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Suður-Afríkumaðurinn Retief Goosen virðist eldast eins og gott vín en eftir að hafa verið í toppbaráttunni lengi vel á Opna breska fyrir tveimur vikum leiðir hann eftir fyrsta hring á Quicken Loan National mótinu. Goosen lék Robert Trent Jones völlinn á 63 höggum eða átta undir pari, sem og Japaninn Ryo Ishikawa sem deilir efsta sætinu með honum.Tiger Woods er með um helgina eftir mjög dapurt gengi það sem af er ári og hann byrjaði hræðilega með því að fá þrjá skolla á fyrstu fjóru holunum. Þá virtist þó eitthvað smella í gang hjá Tiger en hann sýndi allar sýnar bestu hliðar þar sem eftir lifði hrings, fékk m.a. sex fugla á níu holu kafla og endaði að lokum á 68 höggum eða þremur undir pari. Það væri gaman ef Woods myndi finna sitt gamla form og vera í toppbaráttunni um helgina en bein útsending frá öðrum hring hefst klukkan 18:30 á morgun á Golfstöðinni.
Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira