Fjögurra strokka Posche Boxter og Cayman verða 240-370 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 31. júlí 2015 15:31 Porsche Boxster GTS. Með nýrri 981.2 seríu Porsche Boxter og Cayman fá bílarnir báðir fjögurra strokka vélar en þeir hafa hingað til verið með 6 strokka vélar. Því fylgja engar slæmar fréttir, nema síður sé því vélarnar verða öflugar og allt að 370 hestöfl enda með forþjöppur. Cayman GT4 verður þó áfram með 6 strokka vél. Aflminnst vélin sem boði verður er 240 hestöfl en S-útgáfa bílanna verður með 300 hestafla vél og GTS útgáfan með 370 hestöfl. Því verða Boxter og Cayman með breiðara bil hvað afl varðar en í núverandi gerðum. Grunngerðir bílsins verða aflminni en núverandi gerðir og S-útgáfa þeirra líka. Núverandi grunngerð þeirra er 265 hestöfl og S-útgáfan 315 hestöfl. Búist er við því að Porsche muni sýna þessa nýju bíla á næstu bílasýningum í Genf eða Detroit. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent
Með nýrri 981.2 seríu Porsche Boxter og Cayman fá bílarnir báðir fjögurra strokka vélar en þeir hafa hingað til verið með 6 strokka vélar. Því fylgja engar slæmar fréttir, nema síður sé því vélarnar verða öflugar og allt að 370 hestöfl enda með forþjöppur. Cayman GT4 verður þó áfram með 6 strokka vél. Aflminnst vélin sem boði verður er 240 hestöfl en S-útgáfa bílanna verður með 300 hestafla vél og GTS útgáfan með 370 hestöfl. Því verða Boxter og Cayman með breiðara bil hvað afl varðar en í núverandi gerðum. Grunngerðir bílsins verða aflminni en núverandi gerðir og S-útgáfa þeirra líka. Núverandi grunngerð þeirra er 265 hestöfl og S-útgáfan 315 hestöfl. Búist er við því að Porsche muni sýna þessa nýju bíla á næstu bílasýningum í Genf eða Detroit.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent