Spieth ætlar sér á spjöld sögunnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júlí 2015 12:00 Jordan Spieth er við það að komast á spjöld sögunnar. Vísir/Getty Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth á möguleika í dag að koma sér í sögubækurnar með því að vinna sitt þriðja risamót í röð. Engum hefur tekist það síðan að Ben Hogan gerði það fyrir 62 árum síðan. Aðeins tveimur kylfingum hefur tekist að vinna meira en tíu risamót á ferlinum - þeim Jack Nicklaus og Tiger Woods. Hvorugum tókst þó að vinna þrjú í röð en Spieth, sem er 21 árs gamall, á góðan möguleika á ná þeim áfanga í dag. Hann spilaði á 66 höggum á þriðja keppnisdegi og er nú aðeins einu höggi á eftir fremstu mönnum. Þrír deila forystunni fyrir lokahringinn í dag - Louis Oosthuizen, Jason Day og írski áhugamaðurinn Paul Dunne. „Ég ætla að spila til sigurs. Ég hef engan áhuga á að vera í þriðja sæti,“ sagði Spieth í gær. „Ég mun spila mitt golf og vera þolinmóður. Ég ætla að reyna að komast í forystu en til þess þarf ég að vera ákveðinn.“ „Ég hef í raun engu að tapa. Það er allt í lagi ef mér tekst ekki að vinna á morgun. Það veitir mér í raun frelsi til að taka smá áhættu.“ Engum hefur tekist að vinna öll fjögur stórmótin sama árið eftir að Masters-mótið var sett á stofn.Útsending frá mótinu hefst á Golfstöðinni klukkan 12.30 í dag en Spieth, sem er í ráshópi með Jason Day, hefur keppni klukkan 13.20. Oosthuizen og Dunne fara svo síðastir út klukkan 13.30. Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth á möguleika í dag að koma sér í sögubækurnar með því að vinna sitt þriðja risamót í röð. Engum hefur tekist það síðan að Ben Hogan gerði það fyrir 62 árum síðan. Aðeins tveimur kylfingum hefur tekist að vinna meira en tíu risamót á ferlinum - þeim Jack Nicklaus og Tiger Woods. Hvorugum tókst þó að vinna þrjú í röð en Spieth, sem er 21 árs gamall, á góðan möguleika á ná þeim áfanga í dag. Hann spilaði á 66 höggum á þriðja keppnisdegi og er nú aðeins einu höggi á eftir fremstu mönnum. Þrír deila forystunni fyrir lokahringinn í dag - Louis Oosthuizen, Jason Day og írski áhugamaðurinn Paul Dunne. „Ég ætla að spila til sigurs. Ég hef engan áhuga á að vera í þriðja sæti,“ sagði Spieth í gær. „Ég mun spila mitt golf og vera þolinmóður. Ég ætla að reyna að komast í forystu en til þess þarf ég að vera ákveðinn.“ „Ég hef í raun engu að tapa. Það er allt í lagi ef mér tekst ekki að vinna á morgun. Það veitir mér í raun frelsi til að taka smá áhættu.“ Engum hefur tekist að vinna öll fjögur stórmótin sama árið eftir að Masters-mótið var sett á stofn.Útsending frá mótinu hefst á Golfstöðinni klukkan 12.30 í dag en Spieth, sem er í ráshópi með Jason Day, hefur keppni klukkan 13.20. Oosthuizen og Dunne fara svo síðastir út klukkan 13.30.
Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira