Toyota Fortuner byggður á Hilux Finnur Thorlacius skrifar 21. júlí 2015 10:04 Toyota Fortuner. Autoblog Toyota hefur nú kynnt nýjan bíl sem eingöngu verður seldur í Ástralíu og Tælandi, að minnsta kosti í fyrstu. Þessi nýi bíll er byggður á hinum þekkt Toyota Hilux pallbíl, en er yfribyggður. Bíllinn er að stærð á milli Toyota RAV4 og Toyota Land Cruiser og aðeins minni bíll en Toyota 4Runner. Honum veður att í samkeppni við Ford Everest á þessum mörkuðum en sá bíll er byggður á Ford Ranger pallbílnum. Í Toyota Fortuner er 2,8 lítra forþjöppudrifin dísilvél, 174 hestafla. Hann er fjórhjóladrifinn og mun bæði fást beinskiptur og sjálfskiptur. Hann á að geta dregið aftanívagn sem vegur 750 kíló ef aðeins er notast við bremsur bílsins, en ef atanívagn er einnig búinn bremsum getur hann dregið 3.000 kíló. Toyota er stærsti bílasali í flokki jepplinga og jeppa í Ástralíu og ætlar greinilega að halda þeirri stöðu með tilkomu þessa bíls. Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent
Toyota hefur nú kynnt nýjan bíl sem eingöngu verður seldur í Ástralíu og Tælandi, að minnsta kosti í fyrstu. Þessi nýi bíll er byggður á hinum þekkt Toyota Hilux pallbíl, en er yfribyggður. Bíllinn er að stærð á milli Toyota RAV4 og Toyota Land Cruiser og aðeins minni bíll en Toyota 4Runner. Honum veður att í samkeppni við Ford Everest á þessum mörkuðum en sá bíll er byggður á Ford Ranger pallbílnum. Í Toyota Fortuner er 2,8 lítra forþjöppudrifin dísilvél, 174 hestafla. Hann er fjórhjóladrifinn og mun bæði fást beinskiptur og sjálfskiptur. Hann á að geta dregið aftanívagn sem vegur 750 kíló ef aðeins er notast við bremsur bílsins, en ef atanívagn er einnig búinn bremsum getur hann dregið 3.000 kíló. Toyota er stærsti bílasali í flokki jepplinga og jeppa í Ástralíu og ætlar greinilega að halda þeirri stöðu með tilkomu þessa bíls.
Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent