Stjóri Celtic: Leikmennirnir mínir eru vanir að spila fyrir framan þúsund manns T'omas Þór Þórðarson skrifar 21. júlí 2015 20:03 Ronny Deila ræðir við leikmenn sína fyrir æfinguna í kvöld. vísir/andri marinó Ronny Deila, knattspyrnustjóri Celtic, býst ekki við öðru en skosku meistaranir fari áfram þegar liðið mætir Stjörnunni öðru sinni í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar á Samsung-vellinum annað kvöld. Celtic vann fyrri leikinn ytra, 2-0, þar sem Gunnar Nielsen, færeyski landsliðsmarkvörðurinn í liði Stjörnunnar, fór á kostum. „Stjarnan er gott lið sem leggur mikið á sig, er skipulagt og erfitt að brjóta á bak aftur. Það spilaði aftarlega gegn okkur og því áttum við í vandræðum með að skora til að byrja með,“ sagði Deila við Vísi á Samsung-vellinum í kvöld. „Stjarnan fékk nokkur ágætis færi í byrjun seinni hálfleiks. Þetta er fínt lið en við eigum að vera betri.“ Celtic gæti verið í enn betri stöðu fyrir seinni leikinn, en er Stjarnan nógu gott lið til að skora tvívegis á skosku meistarana? „Öll lið geta skorað á okkur ef við spilum illa en ef við spilum vel eigum við góðan möguleika á að vinna leikinn,“ sagði Deila.Ronny Deila og Craig Gordon, markvörður Celtic, á blaðamannafundinum í kvöld.vísir/tomVanir að spila á litlum völlum Fyrsti leikur hans með Celtic-liðið var gegn KR á sama stað í forkeppni Meistaradeildarinnar í fyrra. Þá vann liðið nauman sigur á útivelli en pakkaði Vesturbæingum svo saman á Celtic Park. Telur hann betra að byrja á útivelli? „Það er erfitt að segja til um. Ég bara veit það ekki. Oftast er betra að spila á útivelli fyrst en það er ekkert sem maður ræður við,“ sagði Deila sem telur að það verði ekkert mál fyrir sína stráka að gíra sig upp í leikinn fyrir framan 1.000 manna stúku í Garðabænum. „Leikmennirnir eru vanir því frá Skotlandi. Við erum heppnir að vera með 50.000 manns á vellinum á hverjum leik en svo getum við spilað útileiki á móti liðum þar sem eru eitt til tvö þúsund manns,“ sagði Norðmaðurinn. „Þeir eru vanir mismunandi leikvöngum og mismunandi völlum. Ég hef því engar áhyggjur af því.“ Aðspurður að lokum hvort hann telji að gervigrasið muni hafa áhrif annað kvöld sagði Deila: „Strákarnir hafa spilað leiki á gervigrasi og unnið þá alla. Við fáum líka að æfa á vellinum í kvöld. Góð lið vinna sama á hvaða velli þau spila.“ Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira
Ronny Deila, knattspyrnustjóri Celtic, býst ekki við öðru en skosku meistaranir fari áfram þegar liðið mætir Stjörnunni öðru sinni í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar á Samsung-vellinum annað kvöld. Celtic vann fyrri leikinn ytra, 2-0, þar sem Gunnar Nielsen, færeyski landsliðsmarkvörðurinn í liði Stjörnunnar, fór á kostum. „Stjarnan er gott lið sem leggur mikið á sig, er skipulagt og erfitt að brjóta á bak aftur. Það spilaði aftarlega gegn okkur og því áttum við í vandræðum með að skora til að byrja með,“ sagði Deila við Vísi á Samsung-vellinum í kvöld. „Stjarnan fékk nokkur ágætis færi í byrjun seinni hálfleiks. Þetta er fínt lið en við eigum að vera betri.“ Celtic gæti verið í enn betri stöðu fyrir seinni leikinn, en er Stjarnan nógu gott lið til að skora tvívegis á skosku meistarana? „Öll lið geta skorað á okkur ef við spilum illa en ef við spilum vel eigum við góðan möguleika á að vinna leikinn,“ sagði Deila.Ronny Deila og Craig Gordon, markvörður Celtic, á blaðamannafundinum í kvöld.vísir/tomVanir að spila á litlum völlum Fyrsti leikur hans með Celtic-liðið var gegn KR á sama stað í forkeppni Meistaradeildarinnar í fyrra. Þá vann liðið nauman sigur á útivelli en pakkaði Vesturbæingum svo saman á Celtic Park. Telur hann betra að byrja á útivelli? „Það er erfitt að segja til um. Ég bara veit það ekki. Oftast er betra að spila á útivelli fyrst en það er ekkert sem maður ræður við,“ sagði Deila sem telur að það verði ekkert mál fyrir sína stráka að gíra sig upp í leikinn fyrir framan 1.000 manna stúku í Garðabænum. „Leikmennirnir eru vanir því frá Skotlandi. Við erum heppnir að vera með 50.000 manns á vellinum á hverjum leik en svo getum við spilað útileiki á móti liðum þar sem eru eitt til tvö þúsund manns,“ sagði Norðmaðurinn. „Þeir eru vanir mismunandi leikvöngum og mismunandi völlum. Ég hef því engar áhyggjur af því.“ Aðspurður að lokum hvort hann telji að gervigrasið muni hafa áhrif annað kvöld sagði Deila: „Strákarnir hafa spilað leiki á gervigrasi og unnið þá alla. Við fáum líka að æfa á vellinum í kvöld. Góð lið vinna sama á hvaða velli þau spila.“
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira