Viðskipti erlent

Gríska þingið kýs um tillögurnar í annað sinn

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Alexis Tsipras hvetur flokksmenn sína til að samþykkja tillögurnar.
Alexis Tsipras hvetur flokksmenn sína til að samþykkja tillögurnar. vísir/epa
Gríska þingið mun síðar í dag koma saman og kjósa um seinni hluta efnahagstillagna sem ríkið þarf að innleiða svo hægt verði að koma í veg fyrir fjárhagslegt hrun Grikklands. Það mun tryggja landinu neyðarlán upp á 86 milljarða evra. Tillögurnar fela meðal annars í sér miklar aðhaldsaðgerðir af hálfu gríska ríkisins sem og endurskoðun á lífeyriskerfi landsins.

Alexis Tsipras forsætisráðherra hefur hvatt flokksmenn sína til að samþykkja tillögurnar því þær auki líkur á að Grikkir haldist inni í evrusamstarfinu. Flokkurinn er þó klofinn í afstöðu sinni gagnvart tillögunum en Yanis Varoufakis, fyrrverandi fjármálaráðherra, var á meðal þeirra sem kaus gegn samkomulaginu, þegar kosið var um tillögurnar í fyrra skiptið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×