Mistök kostuðu Ragnheiði Söru sigurinn í sandpokaburði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. júlí 2015 10:45 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í miðjum sandpokaburði. Fyrsta keppnisdegi Heimsleikanna í CrossFit lauk í gær. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er efst íslensku keppendanna en hún er í þriðja sæti í kvennaflokki eftir greinarnar tvær. Björgvin Karl Guðmundsson er í sjötta sæti í karlaflokki. Ragnheiður lenti í áttunda sæti í sundþraut dagsins í gær og í fjórða sæti í sandpokahlaupinu. Í sandpokagreininni gerði hún smá mistök er hún byrjaði á þyngsta pokanum en sá var rauður á lit. Reglurnar sögðu að enda skyldi á þeim poka og því þurfti hún að skila honum aftur og taka léttari pokana á undan. Það kostaði hana líklega sigurinn í WOD-inu. „Mér leið vel í sjónum og þá sérstaklega í sundinu en ég kunni verr við brettið,“ segir Ragnheiður Sara. „Sandpokarnir voru erfiðari en ég átti von á. Maður fann vel fyrir hitanum og loftið var þungt. Ég er sátt með útkomuna þrátt fyrir smá mistök.“ „Mér leið hrikalega vel í sjónum og ágætlega á brettinu. Við vissum að Ástralarnir yrðu góðir á brettunum en annað vissum við ekki,“ segir Björgvin Karl. „Ég hef lagt mikla áherslu á sund að undanförnu og það skilaði sér í dag. Það hjálpaði líka að vera yfir meðalhæð í sandpokagreininni. Ég byrjaði illa en náði því til baka. Ég átti ekki von á að vera sjötti en það gerir mig bara graðan í að halda því sæti.“ Annie Mist Þórisdóttir er næst íslensku stelpnanna á eftir Ragnheiði Söru en hún er í sjötta sæti. Katrín Tanja Davíðsdóttir er fimmtánda og Þuríður Erla Helgadóttir er í 31. sæti. Lið CrossFit Reykjavíkur gekk illa í fyrri þraut dagsins og endaði í 39. sæti af fjörutíu. Í boðhlaupinu gekk þeim betur og lentu í tuttugasta sæti. Liðið er í 35. sæti eftir daginn. „Okkur leið sæmilega í sjónum fyrir utan smá krampa en réttstöðulyftan með orminn gekk ekki nógu vel. Vantaði aðeins upp á samvinnuna hjá okkur. Boðhlaupið gekk síðan mjög vel.“ Dagurinn í dag er hvíldardagur hjá keppendum svo þeir geti safnað kröftum fyrir komandi átök. Á fimmtudaginn bíður einstaklinganna svokölluð „Murph“ æfing og snörunarstigi. Liðin takast á við „jarðar orm“ og síðari æfingin gefur í raun þreföld stig. Liðsmönnum er skipt niður í þrjú pör og tekst hvert par á við eina grein sem telur til stiga. Hér að neðan er hægt að sjá hvernig konurnar stóðu sig í sandpokaburði. “It's going to be a lot of pressure,” she said. “But I'm good with pressure.” —Sara Sigmundsdottir pic.twitter.com/efbuUTI0Ye— The CrossFit Games (@CrossFitGames) July 21, 2015 CrossFit Tengdar fréttir Kynning á keppendunum: Fimm Íslendingar keppa í einstaklingsflokki Helmingur framlags Evrópu á heimsleikunum í Crossfit kemur frá Íslandi. Vísir kynnir keppendurna til sögunnar, hitar upp fyrir leikana og fylgist með þeim frá degi eitt. 20. júlí 2015 19:30 Heimsleikarnir í CrossFit: Íslendingarnir ofarlega eftir fyrstu greinar Næst keppa Íslendingar klukkan 21. Bein útsending er á Vísi. 22. júlí 2015 17:15 Kynning á keppendum Heimsleikanna: CrossFit Reykjavík keppir í liðaflokki Alls eru þrettán íslenskir keppendur, séu varamenn taldir með, á Heimsleikunum í CrossFit. Þeir fara á fullt á morgun. Vísir hitar upp fyrir leikana og fylgist með frá upphafi. 21. júlí 2015 12:45 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira
Fyrsta keppnisdegi Heimsleikanna í CrossFit lauk í gær. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er efst íslensku keppendanna en hún er í þriðja sæti í kvennaflokki eftir greinarnar tvær. Björgvin Karl Guðmundsson er í sjötta sæti í karlaflokki. Ragnheiður lenti í áttunda sæti í sundþraut dagsins í gær og í fjórða sæti í sandpokahlaupinu. Í sandpokagreininni gerði hún smá mistök er hún byrjaði á þyngsta pokanum en sá var rauður á lit. Reglurnar sögðu að enda skyldi á þeim poka og því þurfti hún að skila honum aftur og taka léttari pokana á undan. Það kostaði hana líklega sigurinn í WOD-inu. „Mér leið vel í sjónum og þá sérstaklega í sundinu en ég kunni verr við brettið,“ segir Ragnheiður Sara. „Sandpokarnir voru erfiðari en ég átti von á. Maður fann vel fyrir hitanum og loftið var þungt. Ég er sátt með útkomuna þrátt fyrir smá mistök.“ „Mér leið hrikalega vel í sjónum og ágætlega á brettinu. Við vissum að Ástralarnir yrðu góðir á brettunum en annað vissum við ekki,“ segir Björgvin Karl. „Ég hef lagt mikla áherslu á sund að undanförnu og það skilaði sér í dag. Það hjálpaði líka að vera yfir meðalhæð í sandpokagreininni. Ég byrjaði illa en náði því til baka. Ég átti ekki von á að vera sjötti en það gerir mig bara graðan í að halda því sæti.“ Annie Mist Þórisdóttir er næst íslensku stelpnanna á eftir Ragnheiði Söru en hún er í sjötta sæti. Katrín Tanja Davíðsdóttir er fimmtánda og Þuríður Erla Helgadóttir er í 31. sæti. Lið CrossFit Reykjavíkur gekk illa í fyrri þraut dagsins og endaði í 39. sæti af fjörutíu. Í boðhlaupinu gekk þeim betur og lentu í tuttugasta sæti. Liðið er í 35. sæti eftir daginn. „Okkur leið sæmilega í sjónum fyrir utan smá krampa en réttstöðulyftan með orminn gekk ekki nógu vel. Vantaði aðeins upp á samvinnuna hjá okkur. Boðhlaupið gekk síðan mjög vel.“ Dagurinn í dag er hvíldardagur hjá keppendum svo þeir geti safnað kröftum fyrir komandi átök. Á fimmtudaginn bíður einstaklinganna svokölluð „Murph“ æfing og snörunarstigi. Liðin takast á við „jarðar orm“ og síðari æfingin gefur í raun þreföld stig. Liðsmönnum er skipt niður í þrjú pör og tekst hvert par á við eina grein sem telur til stiga. Hér að neðan er hægt að sjá hvernig konurnar stóðu sig í sandpokaburði. “It's going to be a lot of pressure,” she said. “But I'm good with pressure.” —Sara Sigmundsdottir pic.twitter.com/efbuUTI0Ye— The CrossFit Games (@CrossFitGames) July 21, 2015
CrossFit Tengdar fréttir Kynning á keppendunum: Fimm Íslendingar keppa í einstaklingsflokki Helmingur framlags Evrópu á heimsleikunum í Crossfit kemur frá Íslandi. Vísir kynnir keppendurna til sögunnar, hitar upp fyrir leikana og fylgist með þeim frá degi eitt. 20. júlí 2015 19:30 Heimsleikarnir í CrossFit: Íslendingarnir ofarlega eftir fyrstu greinar Næst keppa Íslendingar klukkan 21. Bein útsending er á Vísi. 22. júlí 2015 17:15 Kynning á keppendum Heimsleikanna: CrossFit Reykjavík keppir í liðaflokki Alls eru þrettán íslenskir keppendur, séu varamenn taldir með, á Heimsleikunum í CrossFit. Þeir fara á fullt á morgun. Vísir hitar upp fyrir leikana og fylgist með frá upphafi. 21. júlí 2015 12:45 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira
Kynning á keppendunum: Fimm Íslendingar keppa í einstaklingsflokki Helmingur framlags Evrópu á heimsleikunum í Crossfit kemur frá Íslandi. Vísir kynnir keppendurna til sögunnar, hitar upp fyrir leikana og fylgist með þeim frá degi eitt. 20. júlí 2015 19:30
Heimsleikarnir í CrossFit: Íslendingarnir ofarlega eftir fyrstu greinar Næst keppa Íslendingar klukkan 21. Bein útsending er á Vísi. 22. júlí 2015 17:15
Kynning á keppendum Heimsleikanna: CrossFit Reykjavík keppir í liðaflokki Alls eru þrettán íslenskir keppendur, séu varamenn taldir með, á Heimsleikunum í CrossFit. Þeir fara á fullt á morgun. Vísir hitar upp fyrir leikana og fylgist með frá upphafi. 21. júlí 2015 12:45