Bein útsending: Stendur Íslendingur uppi sem sigurvegari á heimsleikunum í CrossFit? Anton Ingi Leifsson skrifar 26. júlí 2015 21:33 Hvað gera Íslendingarnir? Heimsleikunum í CrossFit lýkur í nótt, en nú rétt í þessu hófst síðasta greinin í einstaklingskeppninni. Útsendingin er að sjálfsögðu í beinni á Vísi. Síðasta greinin ber nafnið Pedal to the Metal 1 og Pedal to the Metal 2. Þar þurfa íslensku keppendurnir að ná hagstæðum úrslitum til þess að ná á verðlaunapall. Fyrir síðustu greinina í kvennaflokki er Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í efsta sætinu með 653 stig og Katrín Tanja Davíðsdóttir er í öðru sæti með 636 stig. Þuríður Erla Helgadóttir er í 31. sæti. Í karlaflokki er Björgvin Karl Guðmundsson í fjórða sæti með 614 stig, en hann er 133 stigum á eftir Ben Smith sem er á toppnum. Ben og Mathew Fraser hafa nokkuð afgerandi forystu. Hægt er að fylgjast með beinu útsendingunni hér að neðan.00.57: KATRÍN TANJA ENDAR UPPI SEM HEIMSMEISTARI Á LEIKUNUM! Meira um málið hér.00.33: Jæja! Nú fara stelpurnar að byrja. Maðurinn er orðinn vel gíraður fyrir þessu og ég held og veit að stelpurnar eru það einnig. Ragnheiður er efst fyrir lokaumferðirnar og Katrín Tanja er í öðru sæti!00.20: BJÖRGVIN TÓK BRONSIÐ! Þvílíkur maður! Sýndi óborganlegan styrk og hirti brons. Frábærlega gert hjá pilti. Lestu meira um málið hér.00.04: Björgvin Karl lenti í sjöunda sæti í fyrri PTTM-inu, en hann er í fjórða sætinu samtals á stigum. Vonandi nær hann að skjótast upp í þriðja sætið í seinna PTTM-inu!23.57: Björgvin Karl er að gera sig klárann. Það eru nokkrar sekúndur þangað til hann fer í gegnum brautina. Koma svoooo!23.50: Virðist vera einhver smá bið þessa stundina. Útsendingin er í það minnsta ekki í gangi eins og er. Vonandi fer þetta að byrja hvað og hverju - spennan óbærilega en ég sakna samt gaursins á novaisland Snapchattinu!23.35: Það eru nokkrar mínútur, ég endurtek, nokkrar mínútur þangað til Ragnheiður Sara og Katrín Tanja geysast út í brautina og svo Björgvin! Þvílík spenna. Sjónvarpsglugginn með beinni útsendingu er neðst í greininni. Sendum góða strauma!23.27: Nú er enginn Íslendingur í brautinni og tek því ég við hrósum á meðan fyrir frábæra textalýsingu á nafninu Anton Ingi Leifsson á Facebook eða @antonleifs á Twitter. Syngiði með! Það styttist samt í hina keppendurna svo ekki vera skrifa rosa löng bréf.23.20: Þuríður Erla endaði í áttunda sæti í PTTM 2 og fékk 68 stig í síðari umferðinni. Hún er sem stendur í 28. sæti.23.11: Þuríður fékk 72 stig í fyrri PTTM umferðinni og er í 28. sætinu. Seinni umferðin er að fara í gang.23.04: Þuríður Erla er núna að undirbúa sig fyrir að fara í gegnum brautina! Koma svo Þuríður - við stöndum með þér!22.59: Samkvæmt frændanum sem sér um novaisland Snapchatið þá fer Björgvin fyrst í gegnum brautina og svo taka þær Ragnheiður Sara og Katrín Tanja við. Hann er þarna úti að fylgjast með þeim og er duglegur að senda "snöp". Toppmaður!22.43: Nei, heyrðu! Þeir ætla að bíða með efsta riðilinn hjá körlunum og fara víst beint yfir í stelpurnar núna. Athyglisvert fyrirkomulag, en hvað getum við verið að rífa kjaft? Skemmtun alla leið! Mér sýnist engin af okkar stelpum vera í fyrsta hollinu.22.25: Fyrir þá sem hafa ekki verið vel með á nótunum er Annie Mist hætt keppni. Hún fékk hitaslag í fyrstu keppnisgrein mótsins sem fór fram á föstudag.22.16: Fyrstu ráshóparnir eru farnir út í karlaflokki, en Björgvin Karl Guðmundsson er væntanlegur út á allra næstu mínútum. Íþróttir Tengdar fréttir Annie Mist hætti keppni Náði sér ekki á strik eftir að hafa orðið fyrir hitaslagi í fyrstu grein. 26. júlí 2015 19:43 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Sjá meira
Heimsleikunum í CrossFit lýkur í nótt, en nú rétt í þessu hófst síðasta greinin í einstaklingskeppninni. Útsendingin er að sjálfsögðu í beinni á Vísi. Síðasta greinin ber nafnið Pedal to the Metal 1 og Pedal to the Metal 2. Þar þurfa íslensku keppendurnir að ná hagstæðum úrslitum til þess að ná á verðlaunapall. Fyrir síðustu greinina í kvennaflokki er Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í efsta sætinu með 653 stig og Katrín Tanja Davíðsdóttir er í öðru sæti með 636 stig. Þuríður Erla Helgadóttir er í 31. sæti. Í karlaflokki er Björgvin Karl Guðmundsson í fjórða sæti með 614 stig, en hann er 133 stigum á eftir Ben Smith sem er á toppnum. Ben og Mathew Fraser hafa nokkuð afgerandi forystu. Hægt er að fylgjast með beinu útsendingunni hér að neðan.00.57: KATRÍN TANJA ENDAR UPPI SEM HEIMSMEISTARI Á LEIKUNUM! Meira um málið hér.00.33: Jæja! Nú fara stelpurnar að byrja. Maðurinn er orðinn vel gíraður fyrir þessu og ég held og veit að stelpurnar eru það einnig. Ragnheiður er efst fyrir lokaumferðirnar og Katrín Tanja er í öðru sæti!00.20: BJÖRGVIN TÓK BRONSIÐ! Þvílíkur maður! Sýndi óborganlegan styrk og hirti brons. Frábærlega gert hjá pilti. Lestu meira um málið hér.00.04: Björgvin Karl lenti í sjöunda sæti í fyrri PTTM-inu, en hann er í fjórða sætinu samtals á stigum. Vonandi nær hann að skjótast upp í þriðja sætið í seinna PTTM-inu!23.57: Björgvin Karl er að gera sig klárann. Það eru nokkrar sekúndur þangað til hann fer í gegnum brautina. Koma svoooo!23.50: Virðist vera einhver smá bið þessa stundina. Útsendingin er í það minnsta ekki í gangi eins og er. Vonandi fer þetta að byrja hvað og hverju - spennan óbærilega en ég sakna samt gaursins á novaisland Snapchattinu!23.35: Það eru nokkrar mínútur, ég endurtek, nokkrar mínútur þangað til Ragnheiður Sara og Katrín Tanja geysast út í brautina og svo Björgvin! Þvílík spenna. Sjónvarpsglugginn með beinni útsendingu er neðst í greininni. Sendum góða strauma!23.27: Nú er enginn Íslendingur í brautinni og tek því ég við hrósum á meðan fyrir frábæra textalýsingu á nafninu Anton Ingi Leifsson á Facebook eða @antonleifs á Twitter. Syngiði með! Það styttist samt í hina keppendurna svo ekki vera skrifa rosa löng bréf.23.20: Þuríður Erla endaði í áttunda sæti í PTTM 2 og fékk 68 stig í síðari umferðinni. Hún er sem stendur í 28. sæti.23.11: Þuríður fékk 72 stig í fyrri PTTM umferðinni og er í 28. sætinu. Seinni umferðin er að fara í gang.23.04: Þuríður Erla er núna að undirbúa sig fyrir að fara í gegnum brautina! Koma svo Þuríður - við stöndum með þér!22.59: Samkvæmt frændanum sem sér um novaisland Snapchatið þá fer Björgvin fyrst í gegnum brautina og svo taka þær Ragnheiður Sara og Katrín Tanja við. Hann er þarna úti að fylgjast með þeim og er duglegur að senda "snöp". Toppmaður!22.43: Nei, heyrðu! Þeir ætla að bíða með efsta riðilinn hjá körlunum og fara víst beint yfir í stelpurnar núna. Athyglisvert fyrirkomulag, en hvað getum við verið að rífa kjaft? Skemmtun alla leið! Mér sýnist engin af okkar stelpum vera í fyrsta hollinu.22.25: Fyrir þá sem hafa ekki verið vel með á nótunum er Annie Mist hætt keppni. Hún fékk hitaslag í fyrstu keppnisgrein mótsins sem fór fram á föstudag.22.16: Fyrstu ráshóparnir eru farnir út í karlaflokki, en Björgvin Karl Guðmundsson er væntanlegur út á allra næstu mínútum.
Íþróttir Tengdar fréttir Annie Mist hætti keppni Náði sér ekki á strik eftir að hafa orðið fyrir hitaslagi í fyrstu grein. 26. júlí 2015 19:43 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Sjá meira
Annie Mist hætti keppni Náði sér ekki á strik eftir að hafa orðið fyrir hitaslagi í fyrstu grein. 26. júlí 2015 19:43