Mikið mannvirki á lóð Tollhússins Linda Blöndal skrifar 29. júlí 2015 19:30 Mikið mannvirki hefur komið í ljós við uppgröft á lóð við Tollhúsið í Reykjavík í sumar. Sjötíu metra langur hafnargarður er þar vel varðveittur auk annarra minja frá nítjándu öld. Algerlega óvíst er hins vegar hvort eða hvernig garðurinn verður varðveittur. Heilmikið mannvirkiUppgröftur hófst í vor á tíu þúsund fermetra lóð við höfnina. Sjá má leifar íshúss, bólverks og stórs og mikils hafnargarðs sem er afar heillegur. Hann er úr stóru holtagrjóti sem flutt var með lestum úr Öskjuhlíðinni á fyrri hluta tuttugustu aldar. Allt eru þetta þekktar sögulega minjar, að sögn Ragnheiðar Traustadóttur, fornleifafræðings sem hefur stýrt uppgreftrinum sem er nýlokið. „Hér er hafnargarðurinn sem var gerður 1913 til 1917 og þetta er með stærri mannvirkjum sem ég hef grafið upp hér á svæðinu. Hann er 73 metrar að lengd og næstum fjórir metrar að hæð. Við erum komin alveg niður í botn að honum og þetta er heilmikið mannvirki“, sagði Ragnheiður í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir það sem helst hafi komið á óvart hafi verið hve vel lagið undir garðinum hafi varðveist.Elstu minjar fránítjánduöldÍshús og svokallað bólverk er það elsta sem hefur fundist á staðnum eða frá nítjándu öld. „Íshúsið var byggt 1894 og stóð alveg til 1945, eða alla vega hluti af því. Þetta var frystihús og ísinn var sóttur í tjörnina. Þetta var svona frystihús þess tíma“, segir Ragnheiður. Óvíst um varðveisluMinjastofnun Íslands hefur úrskurðarvald um hvað verður um garðinn, útskýrir Ragnheiður og allt óvíst enn hvað verður um hann. En gert er ráð fyrir að sex hæða íbúða- og verslunarbygging rísi þarna auk bílakjallara á lóðinni. „Það er verið að vinna að hugmyndum hvernig megi varðveita garðinn eða alla vega hluta af honum. Þetta er flókin aðgerð vegna þess að hann liggur undir núverandi sjávarmáli þannig að það er kannski ekki hægt a varðveita hann í heild sinni“, segir Ragnheiður. FlöskurífelumÍ hafnargarðinum hefur leynst ýmislegt í gegnum tíðina og höfðu menn geymt brennivínsflöskur á milli stórra grjóthnullungunna, eitthvað sem sjá má í dag þegar vel er að gáð. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Sjá meira
Mikið mannvirki hefur komið í ljós við uppgröft á lóð við Tollhúsið í Reykjavík í sumar. Sjötíu metra langur hafnargarður er þar vel varðveittur auk annarra minja frá nítjándu öld. Algerlega óvíst er hins vegar hvort eða hvernig garðurinn verður varðveittur. Heilmikið mannvirkiUppgröftur hófst í vor á tíu þúsund fermetra lóð við höfnina. Sjá má leifar íshúss, bólverks og stórs og mikils hafnargarðs sem er afar heillegur. Hann er úr stóru holtagrjóti sem flutt var með lestum úr Öskjuhlíðinni á fyrri hluta tuttugustu aldar. Allt eru þetta þekktar sögulega minjar, að sögn Ragnheiðar Traustadóttur, fornleifafræðings sem hefur stýrt uppgreftrinum sem er nýlokið. „Hér er hafnargarðurinn sem var gerður 1913 til 1917 og þetta er með stærri mannvirkjum sem ég hef grafið upp hér á svæðinu. Hann er 73 metrar að lengd og næstum fjórir metrar að hæð. Við erum komin alveg niður í botn að honum og þetta er heilmikið mannvirki“, sagði Ragnheiður í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir það sem helst hafi komið á óvart hafi verið hve vel lagið undir garðinum hafi varðveist.Elstu minjar fránítjánduöldÍshús og svokallað bólverk er það elsta sem hefur fundist á staðnum eða frá nítjándu öld. „Íshúsið var byggt 1894 og stóð alveg til 1945, eða alla vega hluti af því. Þetta var frystihús og ísinn var sóttur í tjörnina. Þetta var svona frystihús þess tíma“, segir Ragnheiður. Óvíst um varðveisluMinjastofnun Íslands hefur úrskurðarvald um hvað verður um garðinn, útskýrir Ragnheiður og allt óvíst enn hvað verður um hann. En gert er ráð fyrir að sex hæða íbúða- og verslunarbygging rísi þarna auk bílakjallara á lóðinni. „Það er verið að vinna að hugmyndum hvernig megi varðveita garðinn eða alla vega hluta af honum. Þetta er flókin aðgerð vegna þess að hann liggur undir núverandi sjávarmáli þannig að það er kannski ekki hægt a varðveita hann í heild sinni“, segir Ragnheiður. FlöskurífelumÍ hafnargarðinum hefur leynst ýmislegt í gegnum tíðina og höfðu menn geymt brennivínsflöskur á milli stórra grjóthnullungunna, eitthvað sem sjá má í dag þegar vel er að gáð.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Sjá meira