Vísir frumsýnir í dag nýtt tónlistarmyndband úr íslensku kvikmyndinni Webcam. Lagið heitir Samastað og flyytjandinn er Fló en Webcam verður frumsýnd í kvikmyndahúsum þann 15. júlí næstkomandi.
Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Sigurður Anton Friðþjófsson. Þetta er önnur mynd hans í fullri lengd. Framleiðandi myndarinnar er Magnús Ívar Thoroddsen.
Myndin fjallar um unga stúlku sem fækkar fötum fyrir framan vefmyndavél og gerist svokölluð camgirl og hvers konar áhrif það hefur á hana og sambönd hennar við vini, kærasta og fjölskyldu. Með aðalhlutverk fara Anna Hafþórsdóttir, Telma Huld Jóhannesdóttir, Ævar Már Ágústsson, Gunnar Helgason og Júlí Heiðar Halldórsson..
Myndbandið við samastað má sjá í spilaranum hér að ofan.
Frumsýning á Vísi: Myndband við lagið Samastað úr kvikmyndinni Webcam
Tengdar fréttir

Júlí Heiðar snýr sér að leiklist
Tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar Halldórsson fer með hlutverk í Webcam.

Stikla frumsýnd á Vísi: Gróf í tali en með hreint hjarta
Sigurður Anton Friðþjófsson, skrifar og leikstýrir Camgirl sem frumsýnd er í sumar.