Markmið GhostSecurity er að gera samtökum eins og ISIS, Boko Haram og Al-Qaeda, erfitt um vik að dreifa áróðri og að laða til sín ungt og áhrifagjarnt fólk. Þá bjóða þeir fólki að benda sér á heimasíður og einstaklinga sem tengjast slíkum samtökum.
Áróður ISIS á internetinu spilar stóran þátt í starfsemi þeirra, sem og annarra hryðjuverkasamtaka, og reka þeir til dæmis fjölmiðladeild. Sú deild sér um framleiðslu myndbanda samtakanna, þar sem sýnt er frá lífi vígamenna, eða jafnvel aftaka samtakanna. Þar að auki gefur fjölmiðladeildin út tímarit á netinu með reglulegu millibili.
Today marks our sixth consecutive month of Operation ISIS. This is only the beginning.
#CtrlSec #GhostSec #OpISIS pic.twitter.com/XHVYWWfm7V
— DigitaShadow (@DigitaShadow) July 10, 2015
Það fyrsta sem samtökin gera er kanna hvort heimasíðurnar tengist umræddum öfgasamtökum. Þá benda þeir rekstraraðilum heimasíðna á efnið eða einstaklingana. Verði ekkert gert „stafrænum vopnum“ til að fjarlægja efnið.