Þjálfari Celtic ætlar liðinu í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. júlí 2015 15:00 Vísir/Getty Stjarnan og Celtic eigast við í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í dag en þjálfari skoska liðsins, Norðmaðurinn Ronny Deila, segir að markmið félagsins sé einfalt fyrir komandi tímabil. „Markmiðin eru þau sömu í ár og þau voru í fyrra,“ sagði hann við fjölmiðla ytra. „Við viljum komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og vinna allt sem hægt er að vinna í Skotlandi.“ Celtic varð skoskur meistari og deildarbikarmeistari í fyrra en komst ekki í aðalkeppni Meistaradeildarinnar í fyrra þrátt fyrir að hafa fengið annað tækifæri eftir að hafa dottið úr leik. Fyrst tapaði Celtic fyrir Legia Varsjá, samanlagt 6-1, en pólska liðinu var vísað úr keppni vegna mistaka forráðamanna pólska félagsins. Celtic tapaði svo fyrir Maribor frá Slóveníu í lokaumferð forkeppninngar, 4-3. „Aðalatriðið er að vinna deildina heima svo við komumst aftur í Evrópukeppnina að ári. En það væri afar mikilvægt fyrir okkur að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar,“ sagði Deila. „Það væri gott fyrsta skref. Ef okkur tekst að komast í riðlakeppnina þá getum við rætt um ný markmið.“ Deila hefur nú verið í starfinu í eitt ár en fyrsta verkefni hans með Celtic var að slá KR úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar í fyrra. Sem honum tókst. „Þegar ég kom til starfa vissi ég nánast ekkert um lið mitt. Ég þekkti lítið til andstæðinga okkar og allt var nýtt fyrir mér. En við höfum nú spilað 12-14 leiki í Evrópukeppnum og sú reynsla mun hjálpa mér og öllu liðinu til að vera betur undirbúið í þetta skiptið.“Leikur Celtic og Stjörnunnar hefst klukkan 18.45 í kvöld. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Rúnar Páll skoðaði ekkert leiki Celtic á móti KR í fyrra Rúnar Páll Sigmundsson og lærisveinar hans hjá Stjörnunni eru staddir í Glasgow í Skotlandi þar sem þeir mæta skoska stórliðinu Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar á morgun. 14. júlí 2015 22:00 Ég stend núna úti á miðjum velli og það eru truflaðar aðstæður hérna Stjörnumenn mæta Celtic í Meistaradeildinni í kvöld. 15. júlí 2015 06:00 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn Sjá meira
Stjarnan og Celtic eigast við í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í dag en þjálfari skoska liðsins, Norðmaðurinn Ronny Deila, segir að markmið félagsins sé einfalt fyrir komandi tímabil. „Markmiðin eru þau sömu í ár og þau voru í fyrra,“ sagði hann við fjölmiðla ytra. „Við viljum komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og vinna allt sem hægt er að vinna í Skotlandi.“ Celtic varð skoskur meistari og deildarbikarmeistari í fyrra en komst ekki í aðalkeppni Meistaradeildarinnar í fyrra þrátt fyrir að hafa fengið annað tækifæri eftir að hafa dottið úr leik. Fyrst tapaði Celtic fyrir Legia Varsjá, samanlagt 6-1, en pólska liðinu var vísað úr keppni vegna mistaka forráðamanna pólska félagsins. Celtic tapaði svo fyrir Maribor frá Slóveníu í lokaumferð forkeppninngar, 4-3. „Aðalatriðið er að vinna deildina heima svo við komumst aftur í Evrópukeppnina að ári. En það væri afar mikilvægt fyrir okkur að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar,“ sagði Deila. „Það væri gott fyrsta skref. Ef okkur tekst að komast í riðlakeppnina þá getum við rætt um ný markmið.“ Deila hefur nú verið í starfinu í eitt ár en fyrsta verkefni hans með Celtic var að slá KR úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar í fyrra. Sem honum tókst. „Þegar ég kom til starfa vissi ég nánast ekkert um lið mitt. Ég þekkti lítið til andstæðinga okkar og allt var nýtt fyrir mér. En við höfum nú spilað 12-14 leiki í Evrópukeppnum og sú reynsla mun hjálpa mér og öllu liðinu til að vera betur undirbúið í þetta skiptið.“Leikur Celtic og Stjörnunnar hefst klukkan 18.45 í kvöld.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Rúnar Páll skoðaði ekkert leiki Celtic á móti KR í fyrra Rúnar Páll Sigmundsson og lærisveinar hans hjá Stjörnunni eru staddir í Glasgow í Skotlandi þar sem þeir mæta skoska stórliðinu Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar á morgun. 14. júlí 2015 22:00 Ég stend núna úti á miðjum velli og það eru truflaðar aðstæður hérna Stjörnumenn mæta Celtic í Meistaradeildinni í kvöld. 15. júlí 2015 06:00 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn Sjá meira
Rúnar Páll skoðaði ekkert leiki Celtic á móti KR í fyrra Rúnar Páll Sigmundsson og lærisveinar hans hjá Stjörnunni eru staddir í Glasgow í Skotlandi þar sem þeir mæta skoska stórliðinu Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar á morgun. 14. júlí 2015 22:00
Ég stend núna úti á miðjum velli og það eru truflaðar aðstæður hérna Stjörnumenn mæta Celtic í Meistaradeildinni í kvöld. 15. júlí 2015 06:00