Fótbolti

Rifust um vítaspyrnuna sem Celtic klúðraði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Johansen vildi fá að taka vítið en fékk ekki.
Johansen vildi fá að taka vítið en fékk ekki. Vísir/Getty
Sérkennileg uppákoma átti sér stað þegar Celtic fékk vítaspyrnu í 2-0 sigrinum á Stjörnunni í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi.

Stefan Johansen fiskaði víti á Hörð Árnason undir lok leiksins. Hann stóð upp, náði í boltann og ætlaði að fá að taka spyrnuna sjálfur.

Leigh Griffiths er hins vegar vítaskytta liðsins. Johansen ætlaði hins vegar ekki að leyfa Griffiths að taka af sér boltann og þurfti skilaboð frá bekknum til að útkljá málið.

„Þetta ætti að vera kristalstært. Það er Leigh Griffiths sem tekur vítaspyrnunar,“ sagði Ronny Deila, knattspyrnustjóri Celtic, eftir leikinn. „Vonandi sjáum við svona hegðun ekki aftur því svona haga fagmenn sér ekki. Þetta hefur áhrif á vítaskyttuna. Allir vita að því lengur sem maður bíður því meiri líkur á að maður brenni af.“

Svo fór að Griffiths tók spyrnuna og lét Gunnar Nielsen verja frá sér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×