Leo sagður gera tilkall til Óskarsins fyrir þessa mynd Birgir Olgeirsson skrifar 17. júlí 2015 16:18 Leonardo DiCaprio í The Revenant. Vísir/Youtube. Margir bíða spenntir eftir kvikmyndinni The Revenant sem verður frumsýnd í desember en stikla úr myndinni var frumsýnd í dag. Myndin sækir innblástur í lífshlaup hins bandaríska Hugh Glass sem var uppi í á nítjándu öld. Myndin segir frá atburðum sem eiga sér stað eftir að félagar hans, sem töldu hann af eftir árás bjarnar, skilja hann eftir í óbyggðum lífshættulega særðan. Leikstjóri myndarinnar er Alejandro González Iñárritu en hann er maðurinn á bak við myndina Birdman sem var valin besta myndin á Óskarsverðlaunahátíðinni í ár. Iñárritu hlaut auk þess Óskarinn fyrir leikstjórn og handrit. Með hlutverk Hugh Glass fer Leonardo DiCaprio en auk hans leika Tom Hardy og Domhnall Gleeson í myndinni sem verður ekki frumsýnd fyrr en á jóladag í Bandaríkjunum en nú þegar er farið að tala um hana í sambandi við tilnefningar til Óskarsverðlauna. Velta margir því fyrir sér hvort DiCaprio muni hljóta verðlaunin eftirsóttu fyrir þetta hlutverk en hann hefur fjórum sinnum áður verið tilnefndur fyrir leik. Bíó og sjónvarp Óskarinn Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Margir bíða spenntir eftir kvikmyndinni The Revenant sem verður frumsýnd í desember en stikla úr myndinni var frumsýnd í dag. Myndin sækir innblástur í lífshlaup hins bandaríska Hugh Glass sem var uppi í á nítjándu öld. Myndin segir frá atburðum sem eiga sér stað eftir að félagar hans, sem töldu hann af eftir árás bjarnar, skilja hann eftir í óbyggðum lífshættulega særðan. Leikstjóri myndarinnar er Alejandro González Iñárritu en hann er maðurinn á bak við myndina Birdman sem var valin besta myndin á Óskarsverðlaunahátíðinni í ár. Iñárritu hlaut auk þess Óskarinn fyrir leikstjórn og handrit. Með hlutverk Hugh Glass fer Leonardo DiCaprio en auk hans leika Tom Hardy og Domhnall Gleeson í myndinni sem verður ekki frumsýnd fyrr en á jóladag í Bandaríkjunum en nú þegar er farið að tala um hana í sambandi við tilnefningar til Óskarsverðlauna. Velta margir því fyrir sér hvort DiCaprio muni hljóta verðlaunin eftirsóttu fyrir þetta hlutverk en hann hefur fjórum sinnum áður verið tilnefndur fyrir leik.
Bíó og sjónvarp Óskarinn Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira