Varoufakis segir aðgerðir vegna Grikklands dæmdar til að mistakast Heimir Már Pétursson skrifar 18. júlí 2015 10:01 Varoufakis segir að aðgerðirnar muni fara á spjöld sögunnar sem hryllilegasta dæmið um smámunahagfræði sem nokkru sinni hafi verið reynd. vísir/getty Alexis Tsipras forsætisráðherra Grikklands stokkaði upp í ríkisstjórn sinni í gær og setti af ráðherra sem greiddu atkvæði gegn aðgerðapakka Evrópu vegna Grikklands í gríska þinginu á dögunum. Yanis Varoufakis fyrrverandi fjármálaráðherra landsins, sem sagði af sér þegar fyrir lá að aðgerðirnar yrðu samþykktar, segir í viðtali við BBC fréttastofuna að aðgerðirnar muni misheppnast og hafi raunar misheppnast nú þegar. Aðgerðirnar ganga út á 86 milljarða evra viðbótarlán til Grikkja gegn ýmsum ströngum aðhaldsaðgerðum, skattahækkunum og afnámi skattaundanþága. En nú eftir helgi hefjast viðræður um nánari útfærslur á því hvernig reisa á við efnahag Grikkja með aðstoð Evrópusambandsins, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Varoufakis segir að þessar aðgerðir muni fara á spjöld sögunnar sem hryllilegasta dæmið um smámunahagfræði sem nokkru sinni hafi verið reynd. Áætlunin muni mistakast hver sem taki að sér að framfylgja henni.Varoufakis þykir skrautlegur stjórnmálamaður og kemur öðruvísi fyrir en hefðbundnir stjórnmálamennvísir/gettyVaroufakis þykir skrautlegur stjórnmálamaður og kemur öðruvísi fyrir en hefðbundnir stjórnmálamenn. Hann ekur um á mótorhjóli klæddur leðurjakka oft með ljóshærða kærustu sína fyrir aftan sig á hjólinu. Sumir hafa jafnvel haldið því fram að hann hafi viljandi ögrað stjórnmálaleiðtogum í Evrópu þegar hann var fjármálaráðherra til að leika „bleyðuleikinn“, eða the Game of Chicken eins og það er kallað á enskunni. Sá leikur gengur út á að tveir bílar aka gegn hvor öðrum þar til annar bílstjórinn sveigir af áður en til árekstrar kemur. En Varoufakis er sérfræðingur í svo kallaðri leikjahagfræði. Grikkir standa vissulega frami fyrir erfiðum kostum og skuldir ríkisins eru gífurlegar. Svo miklar að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að þær muni fara í 200 prósent af landsfrmleiðslu og verða ósjálfbærar. Varoufakis segir Grikki ekki hafa haft aðra kosti en ganga að skilyrðum lánadrottna enda hafi þeim verið stillt upp við vegg og þurft að velja á milli þess að verða teknir af lífi eða settir á hausinn. Grikkland Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Alexis Tsipras forsætisráðherra Grikklands stokkaði upp í ríkisstjórn sinni í gær og setti af ráðherra sem greiddu atkvæði gegn aðgerðapakka Evrópu vegna Grikklands í gríska þinginu á dögunum. Yanis Varoufakis fyrrverandi fjármálaráðherra landsins, sem sagði af sér þegar fyrir lá að aðgerðirnar yrðu samþykktar, segir í viðtali við BBC fréttastofuna að aðgerðirnar muni misheppnast og hafi raunar misheppnast nú þegar. Aðgerðirnar ganga út á 86 milljarða evra viðbótarlán til Grikkja gegn ýmsum ströngum aðhaldsaðgerðum, skattahækkunum og afnámi skattaundanþága. En nú eftir helgi hefjast viðræður um nánari útfærslur á því hvernig reisa á við efnahag Grikkja með aðstoð Evrópusambandsins, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Varoufakis segir að þessar aðgerðir muni fara á spjöld sögunnar sem hryllilegasta dæmið um smámunahagfræði sem nokkru sinni hafi verið reynd. Áætlunin muni mistakast hver sem taki að sér að framfylgja henni.Varoufakis þykir skrautlegur stjórnmálamaður og kemur öðruvísi fyrir en hefðbundnir stjórnmálamennvísir/gettyVaroufakis þykir skrautlegur stjórnmálamaður og kemur öðruvísi fyrir en hefðbundnir stjórnmálamenn. Hann ekur um á mótorhjóli klæddur leðurjakka oft með ljóshærða kærustu sína fyrir aftan sig á hjólinu. Sumir hafa jafnvel haldið því fram að hann hafi viljandi ögrað stjórnmálaleiðtogum í Evrópu þegar hann var fjármálaráðherra til að leika „bleyðuleikinn“, eða the Game of Chicken eins og það er kallað á enskunni. Sá leikur gengur út á að tveir bílar aka gegn hvor öðrum þar til annar bílstjórinn sveigir af áður en til árekstrar kemur. En Varoufakis er sérfræðingur í svo kallaðri leikjahagfræði. Grikkir standa vissulega frami fyrir erfiðum kostum og skuldir ríkisins eru gífurlegar. Svo miklar að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að þær muni fara í 200 prósent af landsfrmleiðslu og verða ósjálfbærar. Varoufakis segir Grikki ekki hafa haft aðra kosti en ganga að skilyrðum lánadrottna enda hafi þeim verið stillt upp við vegg og þurft að velja á milli þess að verða teknir af lífi eða settir á hausinn.
Grikkland Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira