Fótbolti

Bartomeu endurkjörinn forseti Barcelona

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bartomeu hefur verið félagsmaður í Barcelona síðan 1974.
Bartomeu hefur verið félagsmaður í Barcelona síðan 1974. vísir/getty
Josep Maria Bartomeu var í dag endurkjörinn forseti spænska fótboltaliðsins Barcelona.

Bartomeu fékk 54,6% atkvæða en næstur kom Joan Laporta, fyrrverandi forseti Barcelona, með 33,0% atkvæða. Agusti Benedito (7,16%) og Toni Freixa (3,70%) voru einnig í framboði.

Bartomeu tók við sem forseti Barcelona í janúar 2014 eftir að Sandro Rosell sagði af sér. Bartomeu var kjörinn forseti Barcelona til næstu sex ára.

Barcelona náði frábærum árangri á síðasta tímabili en liðið vann þrennuna svokölluðu; spænsku deildina, bikarkeppnina og Meistaradeild Evrópu. Þá skilaði félagið 608 milljóna evra methagnaði.


Tengdar fréttir

Forseti Barcelona sagði af sér

Sandro Rosell, forseti Barcelona, sagði í kvöld af sér í tengslum við lögsókn vegna kaupa félagsins á Brasilíumanninum Neymar

Neymar-málið er neyðarlegt

Kaup Barcelona á brasilíska undrabarninu Neymar gætu reynst dýrkeypt enda er búið að stefna félaginu fyrir skattsvik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×