Tsipras segir að viðræður haldi áfram eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna Bjarki Ármannsson skrifar 1. júlí 2015 15:18 Forsætisráðherra Grikklands segir það ekki satt að höfnun krafna lánardrottna myndi hafa í för með sér brottrekstur úr ESB. Vísir/AFP Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, segir að þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Grikkir eigi að gangast við kröfum lánardrottna sinna muni fara fram um helgina. Að henni lokinni muni Grikkland svo halda áfram samningaviðræðum við lánardrottna um betri kjör fyrir Grikki. Í sjónvarpsávarpi fyrir stuttu hvatti Tsipras grísku þjóðina til að hafna kröfunum. Hann sagði það ekki satt að höfnun myndi hafa í för með sér brottrekstur Grikklands úr Evrópusambandinu. Þvert á móti verði gríska ríkið í betri samningsstöðu ef þjóðin hafnar kröfunum. „Atkvæðagreiðslan á sunnudag hefur ekkert með veru okkar í evrusamstarfinu að gera,“ sagði Tsipras í ávarpi sínu. „Enginn getur dregið það í efa að við verðum þar áfram.“ Hann þakkaði jafnframt grísku þjóðinni fyrir ró sína á erfiðum tímum og sagðist ábyrgjast að launa- og lífeyrisgreiðslur myndu halda áfram að berast. Hann gagnrýndi Evrópusambandið og sagði það óásættanlegt að lþað hefði neytt gríska banka til að loka fyrir það eitt að leyfa þjóðinni að kjósa um kröfur lánadrottnanna. Grikkjum tókst ekki að endurgreiða neyðarlán sitt frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fyrir miðnætti í gær og varð þannig fyrsta þróaða hagkerfi sögunnar sem lendir á vanskilaskrá sjóðsins. Óvíst er um framhaldið en fjármálaráðherrar evruríkjanna munu funda síðar í dag um vandræði Grikkja. Grikkland Tengdar fréttir Grikkir ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu Þjóðin mun ákveða hvort að taka eigi tillögum kröfuhafa Grikklands. 26. júní 2015 23:46 Örtröð við gríska banka í morgun Opnaðir fyrir ellilífeyrisþega sem nota ekki greiðslukort. Geta að hámarki tekið út 120 evrur. 1. júlí 2015 07:39 Grikkir biðja um nýja neyðarhjálp Vilja hjálp í tvö ár á meðan skuldir eru endurskipulagðar og unnið er að því að halda Grikkjum innan evrusamstarfsins. 30. júní 2015 14:27 Tsipras sakar lánadrottna um að kúga Grikki Ekkert samkomulag náðist milli fulltrúa Grikkja og lánadrottna þeirra í Brussel fyrr í dag. 26. júní 2015 16:27 Frestur Grikkja runninn út: Fyrsta þróaða hagkerfi sögunnar á vanskilaskrá AGS Gríska ríkinu tókst ekki að endurgreiða neyðarlán sitt í tæka tíð. 30. júní 2015 22:36 Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, segir að þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Grikkir eigi að gangast við kröfum lánardrottna sinna muni fara fram um helgina. Að henni lokinni muni Grikkland svo halda áfram samningaviðræðum við lánardrottna um betri kjör fyrir Grikki. Í sjónvarpsávarpi fyrir stuttu hvatti Tsipras grísku þjóðina til að hafna kröfunum. Hann sagði það ekki satt að höfnun myndi hafa í för með sér brottrekstur Grikklands úr Evrópusambandinu. Þvert á móti verði gríska ríkið í betri samningsstöðu ef þjóðin hafnar kröfunum. „Atkvæðagreiðslan á sunnudag hefur ekkert með veru okkar í evrusamstarfinu að gera,“ sagði Tsipras í ávarpi sínu. „Enginn getur dregið það í efa að við verðum þar áfram.“ Hann þakkaði jafnframt grísku þjóðinni fyrir ró sína á erfiðum tímum og sagðist ábyrgjast að launa- og lífeyrisgreiðslur myndu halda áfram að berast. Hann gagnrýndi Evrópusambandið og sagði það óásættanlegt að lþað hefði neytt gríska banka til að loka fyrir það eitt að leyfa þjóðinni að kjósa um kröfur lánadrottnanna. Grikkjum tókst ekki að endurgreiða neyðarlán sitt frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fyrir miðnætti í gær og varð þannig fyrsta þróaða hagkerfi sögunnar sem lendir á vanskilaskrá sjóðsins. Óvíst er um framhaldið en fjármálaráðherrar evruríkjanna munu funda síðar í dag um vandræði Grikkja.
Grikkland Tengdar fréttir Grikkir ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu Þjóðin mun ákveða hvort að taka eigi tillögum kröfuhafa Grikklands. 26. júní 2015 23:46 Örtröð við gríska banka í morgun Opnaðir fyrir ellilífeyrisþega sem nota ekki greiðslukort. Geta að hámarki tekið út 120 evrur. 1. júlí 2015 07:39 Grikkir biðja um nýja neyðarhjálp Vilja hjálp í tvö ár á meðan skuldir eru endurskipulagðar og unnið er að því að halda Grikkjum innan evrusamstarfsins. 30. júní 2015 14:27 Tsipras sakar lánadrottna um að kúga Grikki Ekkert samkomulag náðist milli fulltrúa Grikkja og lánadrottna þeirra í Brussel fyrr í dag. 26. júní 2015 16:27 Frestur Grikkja runninn út: Fyrsta þróaða hagkerfi sögunnar á vanskilaskrá AGS Gríska ríkinu tókst ekki að endurgreiða neyðarlán sitt í tæka tíð. 30. júní 2015 22:36 Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Grikkir ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu Þjóðin mun ákveða hvort að taka eigi tillögum kröfuhafa Grikklands. 26. júní 2015 23:46
Örtröð við gríska banka í morgun Opnaðir fyrir ellilífeyrisþega sem nota ekki greiðslukort. Geta að hámarki tekið út 120 evrur. 1. júlí 2015 07:39
Grikkir biðja um nýja neyðarhjálp Vilja hjálp í tvö ár á meðan skuldir eru endurskipulagðar og unnið er að því að halda Grikkjum innan evrusamstarfsins. 30. júní 2015 14:27
Tsipras sakar lánadrottna um að kúga Grikki Ekkert samkomulag náðist milli fulltrúa Grikkja og lánadrottna þeirra í Brussel fyrr í dag. 26. júní 2015 16:27
Frestur Grikkja runninn út: Fyrsta þróaða hagkerfi sögunnar á vanskilaskrá AGS Gríska ríkinu tókst ekki að endurgreiða neyðarlán sitt í tæka tíð. 30. júní 2015 22:36