Engin Norðurlandaþjóð ofar en Ísland | Færeyjar upp um 28 sæti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júlí 2015 08:56 Íslenska liðið er í 16. sæti af Evrópuþjóðum á nýjum styrkleikalista FIFA. vísir/ernir Eins og fram kom í morgun er íslenska karlalandsliðið í fótbolta 23. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, en íslenska liðið hækkar sig um 14 sæti frá því síðasti listi var gefinn út. Þessi styrkleikalisti er sérlega mikilvægur því hann ræður í hvaða styrkleikaflokki liðin verða þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM 2018 í Rússlandi. Nú er ljóst að íslenska liðið verður í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í undanriðlana 25. júlí næstkomandi. Ísland hefur aldrei verið í jafn háum styrkleikaflokki þegar kemur að drætti í undanriðla stórmóts. Ísland er í 16. sæti af Evrópuþjóðum á listanum en meðal þekktra evrópskra knattspyrnuþjóða sem eru fyrir neðan íslenska liðið á listanum má nefna Danmörku (24.), Úkraínu (27.), Rússland (28.), Svíþjóð (33.) og Serbíu (43.). Ísland er líka efst á listanum af öllum Norðurlandaþjóðunum. Danir eru sem áður sagði í 24. sæti, einu sæti á eftir Íslandi, og fara upp um fimm sæti frá síðasta lista. Fyrrum lærisveinar Lars Lagerbäck í sænska landsliðinu eru í 33. sæti en þeir hækka líka um sex sæti frá því síðasti listi var gefinn út. Norðmenn eru enn neðar á blaði, í 67. sæti, en þeir falla niður um þrjú sæti. Nágrannar okkar í Færeyjum mega betur við una en þeir eru komnir upp í 74. sætið og hækka sig upp um hvorki fleiri né færri en 28 sæti frá síðasta lista. Færeyingar unnu sterkan 2-1 sigur á Grikklandi í undankeppni EM 2016 í síðasta mánuði sem skilar þeim upp um öll þessi sæti. Finnar eru svo í 90. sæti og falla niður um 12 sæti frá síðasta lista. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland í 23. sæti á styrkleikalista FIFA | Aldrei verið ofar Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 23. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandsins, sem var gefinn út í morgun. 9. júlí 2015 08:21 Mest lesið Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Fleiri fréttir Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Sjá meira
Eins og fram kom í morgun er íslenska karlalandsliðið í fótbolta 23. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, en íslenska liðið hækkar sig um 14 sæti frá því síðasti listi var gefinn út. Þessi styrkleikalisti er sérlega mikilvægur því hann ræður í hvaða styrkleikaflokki liðin verða þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM 2018 í Rússlandi. Nú er ljóst að íslenska liðið verður í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í undanriðlana 25. júlí næstkomandi. Ísland hefur aldrei verið í jafn háum styrkleikaflokki þegar kemur að drætti í undanriðla stórmóts. Ísland er í 16. sæti af Evrópuþjóðum á listanum en meðal þekktra evrópskra knattspyrnuþjóða sem eru fyrir neðan íslenska liðið á listanum má nefna Danmörku (24.), Úkraínu (27.), Rússland (28.), Svíþjóð (33.) og Serbíu (43.). Ísland er líka efst á listanum af öllum Norðurlandaþjóðunum. Danir eru sem áður sagði í 24. sæti, einu sæti á eftir Íslandi, og fara upp um fimm sæti frá síðasta lista. Fyrrum lærisveinar Lars Lagerbäck í sænska landsliðinu eru í 33. sæti en þeir hækka líka um sex sæti frá því síðasti listi var gefinn út. Norðmenn eru enn neðar á blaði, í 67. sæti, en þeir falla niður um þrjú sæti. Nágrannar okkar í Færeyjum mega betur við una en þeir eru komnir upp í 74. sætið og hækka sig upp um hvorki fleiri né færri en 28 sæti frá síðasta lista. Færeyingar unnu sterkan 2-1 sigur á Grikklandi í undankeppni EM 2016 í síðasta mánuði sem skilar þeim upp um öll þessi sæti. Finnar eru svo í 90. sæti og falla niður um 12 sæti frá síðasta lista.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland í 23. sæti á styrkleikalista FIFA | Aldrei verið ofar Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 23. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandsins, sem var gefinn út í morgun. 9. júlí 2015 08:21 Mest lesið Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Fleiri fréttir Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Sjá meira
Ísland í 23. sæti á styrkleikalista FIFA | Aldrei verið ofar Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 23. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandsins, sem var gefinn út í morgun. 9. júlí 2015 08:21