Jordan hættur við að fara til Dallas | Verður áfram hjá Clippers Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júlí 2015 12:04 Jordan verður áfram í Los Angeles eftir allt saman. vísir/getty Hlutirnir eru oft fljótir að breytast í NBA-deildinni eins og kom í ljós í nótt þegar miðherjinn DeAndre Jordan ákvað að halda kyrru fyrir hjá Los Angeles Clippers eftir að hafa gert munnlegt samkomulag við Dallas Mavericks um að leika með liðinu næstu fjögur árin. Nú er ljóst að ekkert verður af þeim vistaskiptum og Dallas-menn sitja því eftir með sárt ennið. Samkvæmt fréttum bandarískra fjölmiðla gerðu þjálfari Clippers, Doc Rivers, eigandi liðsins, Steve Balmer og fjórir leikmenn; Chris Paul, Blake Griffin, JJ Redick og Paul Pierce sér ferð til Houston þar sem Jordan býr og fengu hann til að framlengja samning sinn við Clippers. Þeir héldu miðherjanum nánast í gíslingu í hans eigin húsi fram eftir miðnætti en fram að því mátti ekki ganga formlega frá samningum í NBA. Samkvæmt því sem blaðamaðurinn Adrian Wojnarowski segir á Twitter-síðu sinni þurftu Clippers-menn ekki langan tíma til að sannfæra Jordan um að halda kyrru fyrir í borg englanna þar sem hann hefur leikið allan sinn feril í NBA. Marc Stein, sem skrifar fyrir ESPN, segir á Twitter að Jordan hafi samþykkt fjögurra ára samning við Clippers að verðmæti 88 milljóna dollara. Clippers heldur því sama leikmannakjarna og síðustu ár, með þá Paul, Griffin og Jordan í broddi fylkingar. Þá hafa Pierce og Lance Stephenson bæst í hópinn í sumar og því verður að teljast líklegt að Clippers verði áfram í toppbaráttunni í Vesturdeildinni. Clippers komst í undanúrslit Vesturdeildarinnar á síðasta tímabili þar sem liðið tapaði 4-3 fyrir Houston Rockets.Yahoo Source: Clippers, DeAndre Jordan meeting was short. It was clear he was returning to them. Then they started to play cards.— Adrian Wojnarowski (@WojYahooNBA) July 9, 2015 I've heard same as @sam_amick, who just tweeted DeAndre Jordan, in the end, is opting for a four-year deal as opposed to full five-year max— Marc Stein (@ESPNSteinLine) July 9, 2015 NBA Tengdar fréttir Jordan spilar með Dallas Mavericks næsta vetur DeAndre Jordan hefur ákveðið að yfirgefa Los Angeles Clippers og ætlar miðherjinn öflugi að semja við Dallas Mavericks. 3. júlí 2015 22:49 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sjá meira
Hlutirnir eru oft fljótir að breytast í NBA-deildinni eins og kom í ljós í nótt þegar miðherjinn DeAndre Jordan ákvað að halda kyrru fyrir hjá Los Angeles Clippers eftir að hafa gert munnlegt samkomulag við Dallas Mavericks um að leika með liðinu næstu fjögur árin. Nú er ljóst að ekkert verður af þeim vistaskiptum og Dallas-menn sitja því eftir með sárt ennið. Samkvæmt fréttum bandarískra fjölmiðla gerðu þjálfari Clippers, Doc Rivers, eigandi liðsins, Steve Balmer og fjórir leikmenn; Chris Paul, Blake Griffin, JJ Redick og Paul Pierce sér ferð til Houston þar sem Jordan býr og fengu hann til að framlengja samning sinn við Clippers. Þeir héldu miðherjanum nánast í gíslingu í hans eigin húsi fram eftir miðnætti en fram að því mátti ekki ganga formlega frá samningum í NBA. Samkvæmt því sem blaðamaðurinn Adrian Wojnarowski segir á Twitter-síðu sinni þurftu Clippers-menn ekki langan tíma til að sannfæra Jordan um að halda kyrru fyrir í borg englanna þar sem hann hefur leikið allan sinn feril í NBA. Marc Stein, sem skrifar fyrir ESPN, segir á Twitter að Jordan hafi samþykkt fjögurra ára samning við Clippers að verðmæti 88 milljóna dollara. Clippers heldur því sama leikmannakjarna og síðustu ár, með þá Paul, Griffin og Jordan í broddi fylkingar. Þá hafa Pierce og Lance Stephenson bæst í hópinn í sumar og því verður að teljast líklegt að Clippers verði áfram í toppbaráttunni í Vesturdeildinni. Clippers komst í undanúrslit Vesturdeildarinnar á síðasta tímabili þar sem liðið tapaði 4-3 fyrir Houston Rockets.Yahoo Source: Clippers, DeAndre Jordan meeting was short. It was clear he was returning to them. Then they started to play cards.— Adrian Wojnarowski (@WojYahooNBA) July 9, 2015 I've heard same as @sam_amick, who just tweeted DeAndre Jordan, in the end, is opting for a four-year deal as opposed to full five-year max— Marc Stein (@ESPNSteinLine) July 9, 2015
NBA Tengdar fréttir Jordan spilar með Dallas Mavericks næsta vetur DeAndre Jordan hefur ákveðið að yfirgefa Los Angeles Clippers og ætlar miðherjinn öflugi að semja við Dallas Mavericks. 3. júlí 2015 22:49 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sjá meira
Jordan spilar með Dallas Mavericks næsta vetur DeAndre Jordan hefur ákveðið að yfirgefa Los Angeles Clippers og ætlar miðherjinn öflugi að semja við Dallas Mavericks. 3. júlí 2015 22:49