„Ég kýs skjótan dauðdaga“ 9. júlí 2015 19:54 Örlög grísks efnahags gætu ráðist á næstu sólarhringum. Gjaldeyrishöftin eru þegar farin að bitna mjög harkalega á litlum og meðalstórum fyrirtækjum í Grikklandi og atvinnurekendur í Aþenu eru mjög svartsýnir á framtíðarhorfur. Á aðeins fjórum árum hefur tveimur þriðju hlutum allra verslana í helstu verslunargötu Aþenu verið lokað. Ríkisstjórn Alexis Tsipras hefur fengið frest til miðnættis til að koma með tillögur umbóta sem geta orðið grundvöllur frekari lánveitinga til gríska ríkisins. Tillögurnar verða yfirfarnar á sunnudag á ríkjaráðstefnu í Brussel. Kreppan hefur leikið grísk fyrirtæki grátt. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru kjölfestan í grísku hagkerfi en samkvæmt tölum OECD eru 60 prósent allra fyrirtækja í Grikklandi með tíu starfsmenn eða færri. Gjaldeyrishöftin í landinu koma verst niður á þessum fyrirtækjum. Þorbjörn Þórðarson fréttamaður er í Aþenu. Hann ræddi við sjálfstæða atvinnurekendur sem hafa orðið illa úti vegna kreppu og gjaldeyrishafta. „Ég kýs skjótan dauðdaga frekan en þennan hægfara dauða,“ segir Panagiotis Mellos, slátrari og kjötinnflytjandi í Aþenu. Nick Malkoutzis er aðstoðarritstjóri enskrar úgáfu dagblaðsins Kathimerini og ritstjóri vefritsins Macropolis. Hann segir merki efnahagshnignunar alls staðar.Sjá má frétt Þorbjarnar frá Aþenu með því að smella hér fyrir ofan. Grikkland Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Örlög grísks efnahags gætu ráðist á næstu sólarhringum. Gjaldeyrishöftin eru þegar farin að bitna mjög harkalega á litlum og meðalstórum fyrirtækjum í Grikklandi og atvinnurekendur í Aþenu eru mjög svartsýnir á framtíðarhorfur. Á aðeins fjórum árum hefur tveimur þriðju hlutum allra verslana í helstu verslunargötu Aþenu verið lokað. Ríkisstjórn Alexis Tsipras hefur fengið frest til miðnættis til að koma með tillögur umbóta sem geta orðið grundvöllur frekari lánveitinga til gríska ríkisins. Tillögurnar verða yfirfarnar á sunnudag á ríkjaráðstefnu í Brussel. Kreppan hefur leikið grísk fyrirtæki grátt. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru kjölfestan í grísku hagkerfi en samkvæmt tölum OECD eru 60 prósent allra fyrirtækja í Grikklandi með tíu starfsmenn eða færri. Gjaldeyrishöftin í landinu koma verst niður á þessum fyrirtækjum. Þorbjörn Þórðarson fréttamaður er í Aþenu. Hann ræddi við sjálfstæða atvinnurekendur sem hafa orðið illa úti vegna kreppu og gjaldeyrishafta. „Ég kýs skjótan dauðdaga frekan en þennan hægfara dauða,“ segir Panagiotis Mellos, slátrari og kjötinnflytjandi í Aþenu. Nick Malkoutzis er aðstoðarritstjóri enskrar úgáfu dagblaðsins Kathimerini og ritstjóri vefritsins Macropolis. Hann segir merki efnahagshnignunar alls staðar.Sjá má frétt Þorbjarnar frá Aþenu með því að smella hér fyrir ofan.
Grikkland Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira