Beiðni Grikkja um framlengingu á neyðaraðstoð hafnað Bjarki Ármannsson skrifar 30. júní 2015 19:55 Tillögu Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, um framlengingu á neyðaraðstoð ESB var í kvöld hafnað. Þúsundir manna hafa komið saman í miðborg Aþenu í kvöld - bæði þeir sem vilja samþykkja kröfur lánadrottna, sem og stuðningsmenn Tsipras og ríkisstjórnar hans. Vísir/AFP Að óbreyttu verður af greiðslufalli gríska ríkisins eftir aðeins örfáar klukkustundir. Fjármálaráðherra Finnlands, Alexander Stubb, segir á Twitter-síðu sinni að fjármálaráðherrar Evruríkjanna hafi á fundi sínum nú síðdegis hafnað tillögu Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, um framlengingu neyðaraðstoðar Evrópusambandsins á meðan samið er um greiðslulausn til lengri tíma. Frestur Grikkja til að standa skil á láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) rennur út klukkan tíu í kvöld að íslenskum tíma. Fjármálaráðherrar Evruríkjanna munu funda símleiðis aftur á morgun og að Janis Varúfakis, fjármálaráðherra Grikklands, muni þar kynna fyrir þeim þær aðgerðir sem Grikkir myndu boða í skiptum fyrir nýjan björgunarpakka frá Evrópusambandinu.Eurogroup teleconference Wednesday 11:30am, to discuss state of play #Greece— Jeroen Dijsselbloem (@J_Dijsselbloem) June 30, 2015 Þjóðaratkvæðagreiðsla á að fara fram á sunnudaginn um björgunarpakkann sem Grikkjum stendur nú til boða en nú í kvöld hefur aðstoðarforsætisráðherra Grikklands, Janis Dragasakis, sagt fjölmiðlum þar í landi að ríkisstjórnin gæti hætt við hana eftir allt saman. Þúsundir manna hafa komið saman í miðborg Aþenu í kvöld - bæði þeir sem vilja samþykkja kröfur lánadrottna, sem og stuðningsmenn Tsipras og ríkisstjórnar hans. Grikkland Tengdar fréttir Mikill órói á fjármálamörkuðum vegna ástandsins í Grikklandi Bankar í landinu verða lokaðir til 7. júlí. 29. júní 2015 07:36 Grikkir biðja um nýja neyðarhjálp Vilja hjálp í tvö ár á meðan skuldir eru endurskipulagðar og unnið er að því að halda Grikkjum innan evrusamstarfsins. 30. júní 2015 14:27 Juncker bauð Grikkjum upp á neyðarfund í dag Ef Grikkir greiða ekki afborgun á láni sínu hjá AGS fyrir miðnætti yrði það í fyrsta skipti sem þróað lýðræðisríki stendur ekki í skilum við sjóðinn. 30. júní 2015 13:58 Mest lesið 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Verðbólga mjakast niður á við Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Að óbreyttu verður af greiðslufalli gríska ríkisins eftir aðeins örfáar klukkustundir. Fjármálaráðherra Finnlands, Alexander Stubb, segir á Twitter-síðu sinni að fjármálaráðherrar Evruríkjanna hafi á fundi sínum nú síðdegis hafnað tillögu Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, um framlengingu neyðaraðstoðar Evrópusambandsins á meðan samið er um greiðslulausn til lengri tíma. Frestur Grikkja til að standa skil á láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) rennur út klukkan tíu í kvöld að íslenskum tíma. Fjármálaráðherrar Evruríkjanna munu funda símleiðis aftur á morgun og að Janis Varúfakis, fjármálaráðherra Grikklands, muni þar kynna fyrir þeim þær aðgerðir sem Grikkir myndu boða í skiptum fyrir nýjan björgunarpakka frá Evrópusambandinu.Eurogroup teleconference Wednesday 11:30am, to discuss state of play #Greece— Jeroen Dijsselbloem (@J_Dijsselbloem) June 30, 2015 Þjóðaratkvæðagreiðsla á að fara fram á sunnudaginn um björgunarpakkann sem Grikkjum stendur nú til boða en nú í kvöld hefur aðstoðarforsætisráðherra Grikklands, Janis Dragasakis, sagt fjölmiðlum þar í landi að ríkisstjórnin gæti hætt við hana eftir allt saman. Þúsundir manna hafa komið saman í miðborg Aþenu í kvöld - bæði þeir sem vilja samþykkja kröfur lánadrottna, sem og stuðningsmenn Tsipras og ríkisstjórnar hans.
Grikkland Tengdar fréttir Mikill órói á fjármálamörkuðum vegna ástandsins í Grikklandi Bankar í landinu verða lokaðir til 7. júlí. 29. júní 2015 07:36 Grikkir biðja um nýja neyðarhjálp Vilja hjálp í tvö ár á meðan skuldir eru endurskipulagðar og unnið er að því að halda Grikkjum innan evrusamstarfsins. 30. júní 2015 14:27 Juncker bauð Grikkjum upp á neyðarfund í dag Ef Grikkir greiða ekki afborgun á láni sínu hjá AGS fyrir miðnætti yrði það í fyrsta skipti sem þróað lýðræðisríki stendur ekki í skilum við sjóðinn. 30. júní 2015 13:58 Mest lesið 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Verðbólga mjakast niður á við Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Mikill órói á fjármálamörkuðum vegna ástandsins í Grikklandi Bankar í landinu verða lokaðir til 7. júlí. 29. júní 2015 07:36
Grikkir biðja um nýja neyðarhjálp Vilja hjálp í tvö ár á meðan skuldir eru endurskipulagðar og unnið er að því að halda Grikkjum innan evrusamstarfsins. 30. júní 2015 14:27
Juncker bauð Grikkjum upp á neyðarfund í dag Ef Grikkir greiða ekki afborgun á láni sínu hjá AGS fyrir miðnætti yrði það í fyrsta skipti sem þróað lýðræðisríki stendur ekki í skilum við sjóðinn. 30. júní 2015 13:58