Nýtt nafn á bikarinn í karlaflokki Anton Ingi Leifsson skrifar 20. júní 2015 20:22 Axel getur unnið holukeppnina um helgina. vísir/daníel Það er orðið ljóst hverjir mætast í undanúrslitum í karlaflokki á Íslandsmótinu í holukeppni á Eimskipsmótaröðinni, en leikið er á Jarðarsvelli á Akureyri. Aðstæður hafa verið góðar um helgina. Nýtt nafn fer á bikarinn í karlaflokki, en Benedikt Sveinsson úr Keili sló Kristján Þór Einarsson úr GM óvænt úr keppni í bráðabana. Tvær viðureignir fóru í bráðabana, en auk viðureigns Benedikts og Kristjáns fóru þeir Stefán Már Stefánsson úr GR og heimamaðurinn Eyþór Hrafnar Kristinsson GA í bráðabana. Fór það þannig að Stefán vann á 23. holu, en þeir Theodór Emil Karlsson, GM og Axel Bóasson tryggðu sér hin tvö sætin í undanúrslitunum. Axel og Stefán Már mætast annarsvegar og hinsvegar Benedikt og Theodór. Sigurvegararnir mætast svo í úrslitum eftir hádegi á morgun og þeir sem tapa leika um bronsið.Allar viðureignirnar: Kristján Þór Einarsson GM Benedikt Sveinsson GK - Benedikt sigraði á 21. holu. Theodór Emil Karlsson GM 2/0 Daníel Hilmarsson GKG Stefán Már Stefánsson GR - Stefán sigraði á 23. holu. Eyþór Hrafnar Ketilsson GA Axel Bóassson GK 4/3 Sigurþór Jónsson GK Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það er orðið ljóst hverjir mætast í undanúrslitum í karlaflokki á Íslandsmótinu í holukeppni á Eimskipsmótaröðinni, en leikið er á Jarðarsvelli á Akureyri. Aðstæður hafa verið góðar um helgina. Nýtt nafn fer á bikarinn í karlaflokki, en Benedikt Sveinsson úr Keili sló Kristján Þór Einarsson úr GM óvænt úr keppni í bráðabana. Tvær viðureignir fóru í bráðabana, en auk viðureigns Benedikts og Kristjáns fóru þeir Stefán Már Stefánsson úr GR og heimamaðurinn Eyþór Hrafnar Kristinsson GA í bráðabana. Fór það þannig að Stefán vann á 23. holu, en þeir Theodór Emil Karlsson, GM og Axel Bóasson tryggðu sér hin tvö sætin í undanúrslitunum. Axel og Stefán Már mætast annarsvegar og hinsvegar Benedikt og Theodór. Sigurvegararnir mætast svo í úrslitum eftir hádegi á morgun og þeir sem tapa leika um bronsið.Allar viðureignirnar: Kristján Þór Einarsson GM Benedikt Sveinsson GK - Benedikt sigraði á 21. holu. Theodór Emil Karlsson GM 2/0 Daníel Hilmarsson GKG Stefán Már Stefánsson GR - Stefán sigraði á 23. holu. Eyþór Hrafnar Ketilsson GA Axel Bóassson GK 4/3 Sigurþór Jónsson GK
Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira