Hrafnhildur Lúthersdóttir lenti á öðru sæti í 200 metra bringusundi á Arena Pro mótaröðinni, en synt var í Santa Clara í Kaliforníu. Morgunblaðið greinir frá þessu.
Hafnfirska sundkonan var ekki langt frá því að bæta Íslandsmet sitt i greininni, en hún var 22/100 frá því. Hún synti á 2:25,61 mínútum, en hún varð á eftir Julia Efimova sem synti hraðast.
Einnig keppti Hrafnhildur í 100 metra bringusundi og þar varð hún í fjórða sæti.
Mótið var liður í undirbúningi Hrafnhildar fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi sem fer fram í ágúst og hefst í byrjun mánaðarins.
Hrafnhildur náði á pall í Kaliforníu
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Afturelding mætir Val í undanúrslitum
Handbolti


„Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“
Körfubolti


Íslendingalið Birmingham upp í B-deild
Enski boltinn


