Axel vann góðan félaga í úrslitum: Saman í bústað frá því á miðvikudaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2015 17:10 Axel Bóasson fagnar hér sigri. Mynd/Golfsamband Íslands Axel Bóasson úr Keili fagnaði sigri á Íslandsmótinu í holukeppni á Eimskipsmótaröðinni í karlaflokki sem lauk í dag á Jaðarsvelli. Axel hafði nokkra yfirburði í úrslitaleiknum gegn Benedikt Sveinssyni úr Keili og sigraði Axel 6/5. Axel sigraði Stefán Má Stefánsson úr GR í undanúrslitum 4/3 í morgun. Theodór Emil Karlsson úr GM hafði betur gegn Stefáni í leiknum um þriðja sætið, 4/2. „Þetta var öðruvísi tilfinning enda var ég að spila við félaga minn til margra ára úr Keili. Við erum búnir að vera saman í bústað frá því á miðvikudaginn. Það er alltaf frábært að vinna Íslandsmeistaratitil. Ég er búinn að leggja mikið á mig undanfarin tvö ár og frábært að fá stóran titil eftir allt saman,“ sagði Axel í viðtali við Sigurð Elvar Þórólfsson hjá Golfsambandi Íslands. „Ég hef verið sterkari holukeppnismaður – það hentar mér betur. Ég var að slá vel allt mótið og flatirnar voru erfiðar – þolinmæðin var því lykatriðið og ég lét fuglana koma frekar en að sækja þá. Þessi sigur er góður fyrir sjálfstraustið og framhaldið. Ég er spenntur fyrir því að fara að keppa aftur en fyrst ætla ég að taka mér nokkra daga í frí eftir þessa törn,“ sagði Axel Bóasson Íslandsmeistari í holukeppni 2015. „Þetta mót er það besta hjá mér frá upphafi. Ég kom sjálfum mér á óvart og góð byrjun á mótinu færði mér aukinn kraft. Ég hef aldrei komist svona langt og sigurinn gegn Kristjáni Þór Einarssyni í undanúrslitunum var sá stærsti hjá mér til þessa,“ sagði Benedikt Sveinsson úr Keili eftir úrslitaleikinn gegn Axel. Golf Tengdar fréttir Axel fyrstur í úrslitin á Íslandsmótinu í holukeppni Axel Bóasson úr Keili var fyrsti til að tryggja sér sæti í úrslitaleiknum á Íslandsmótinu í holukeppni á Jaðarsvelli á Akureyri þegar hann vann undanúrslitaviðureign sína við Stefán Már Stefánsson úr GR 4/3. 21. júní 2015 11:17 Keilismenn mætast í úrslitum karla í ár Íslandsmeistarinn í holukeppni 2015 kemur úr Keili en þetta varð ljóst þegar Benedikt Sveinsson tryggði sér sæti í úrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni á Jaðarsvelli á Akureyri. 21. júní 2015 11:52 Axel Íslandsmeistari í holukeppni Axel Bóasson, úr Golfklúbbnum Keili, er Íslandsmeistari í holukeppni eftir sigur á félaga sínum úr Golfklúbbi Keili, Benedikt Sveinssyni. Mótið fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri. 21. júní 2015 15:38 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Fleiri fréttir Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Sjá meira
Axel Bóasson úr Keili fagnaði sigri á Íslandsmótinu í holukeppni á Eimskipsmótaröðinni í karlaflokki sem lauk í dag á Jaðarsvelli. Axel hafði nokkra yfirburði í úrslitaleiknum gegn Benedikt Sveinssyni úr Keili og sigraði Axel 6/5. Axel sigraði Stefán Má Stefánsson úr GR í undanúrslitum 4/3 í morgun. Theodór Emil Karlsson úr GM hafði betur gegn Stefáni í leiknum um þriðja sætið, 4/2. „Þetta var öðruvísi tilfinning enda var ég að spila við félaga minn til margra ára úr Keili. Við erum búnir að vera saman í bústað frá því á miðvikudaginn. Það er alltaf frábært að vinna Íslandsmeistaratitil. Ég er búinn að leggja mikið á mig undanfarin tvö ár og frábært að fá stóran titil eftir allt saman,“ sagði Axel í viðtali við Sigurð Elvar Þórólfsson hjá Golfsambandi Íslands. „Ég hef verið sterkari holukeppnismaður – það hentar mér betur. Ég var að slá vel allt mótið og flatirnar voru erfiðar – þolinmæðin var því lykatriðið og ég lét fuglana koma frekar en að sækja þá. Þessi sigur er góður fyrir sjálfstraustið og framhaldið. Ég er spenntur fyrir því að fara að keppa aftur en fyrst ætla ég að taka mér nokkra daga í frí eftir þessa törn,“ sagði Axel Bóasson Íslandsmeistari í holukeppni 2015. „Þetta mót er það besta hjá mér frá upphafi. Ég kom sjálfum mér á óvart og góð byrjun á mótinu færði mér aukinn kraft. Ég hef aldrei komist svona langt og sigurinn gegn Kristjáni Þór Einarssyni í undanúrslitunum var sá stærsti hjá mér til þessa,“ sagði Benedikt Sveinsson úr Keili eftir úrslitaleikinn gegn Axel.
Golf Tengdar fréttir Axel fyrstur í úrslitin á Íslandsmótinu í holukeppni Axel Bóasson úr Keili var fyrsti til að tryggja sér sæti í úrslitaleiknum á Íslandsmótinu í holukeppni á Jaðarsvelli á Akureyri þegar hann vann undanúrslitaviðureign sína við Stefán Már Stefánsson úr GR 4/3. 21. júní 2015 11:17 Keilismenn mætast í úrslitum karla í ár Íslandsmeistarinn í holukeppni 2015 kemur úr Keili en þetta varð ljóst þegar Benedikt Sveinsson tryggði sér sæti í úrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni á Jaðarsvelli á Akureyri. 21. júní 2015 11:52 Axel Íslandsmeistari í holukeppni Axel Bóasson, úr Golfklúbbnum Keili, er Íslandsmeistari í holukeppni eftir sigur á félaga sínum úr Golfklúbbi Keili, Benedikt Sveinssyni. Mótið fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri. 21. júní 2015 15:38 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Fleiri fréttir Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Sjá meira
Axel fyrstur í úrslitin á Íslandsmótinu í holukeppni Axel Bóasson úr Keili var fyrsti til að tryggja sér sæti í úrslitaleiknum á Íslandsmótinu í holukeppni á Jaðarsvelli á Akureyri þegar hann vann undanúrslitaviðureign sína við Stefán Már Stefánsson úr GR 4/3. 21. júní 2015 11:17
Keilismenn mætast í úrslitum karla í ár Íslandsmeistarinn í holukeppni 2015 kemur úr Keili en þetta varð ljóst þegar Benedikt Sveinsson tryggði sér sæti í úrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni á Jaðarsvelli á Akureyri. 21. júní 2015 11:52
Axel Íslandsmeistari í holukeppni Axel Bóasson, úr Golfklúbbnum Keili, er Íslandsmeistari í holukeppni eftir sigur á félaga sínum úr Golfklúbbi Keili, Benedikt Sveinssyni. Mótið fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri. 21. júní 2015 15:38