Grikkir lögðu fram nýjar tillögur Samúel Karl Ólason skrifar 22. júní 2015 11:23 Grikkir hafa mótmælt sparnaðaraðgerðum ríkisins. Vísir/EPA Leiðtogar Evrópu ræða nú framtíð Grikklands og skuldavanda ríkisins. Leiðtogar Grikklands lögðu fram í gær nýjar tillögur um aðhald í rekstri ríkisins. Lánadrottnar Grikklands hafa farið fram á slíkar aðgerðir áður en Grikkjum verður veittur frekari aðgangur að neyðarsjóðum. Pierre Moscovici, efnahagsstjóri ESB, sagði í morgun að hann væri „sannfærður“ um að leiðtogarnir myndu komast að niðurstöðu sem byggi á tillögu Grikklands. Í næstu viku þarf Grikkland að endurgreiða 1,6 milljarða evra lán, um 238 milljarða króna. Án samninga við lánadrottna sína er líklegt að Grikkland verði gjaldþrota. Samkvæmt Reuters fréttaveitunni hækkuðu hlutabréfamarkaðir Grikklands um sjö prósent í morgun. Miklar vonir eru uppi um að ríkisstjórnin gæti nú bundið enda á ástandið sem sem hefur farið með Grikkland að barmi gjaldþrots. Meðal tillagna Grikklands er að hækka lífeyrisaldur í 67 ár og gera breytingar á virðisaukaskattkerfi ríkisins. Þrátt fyrir að embættismenn hafi stigið fram og sagst vera vongóðir um að stór skref náist á fundinum í dag, segja Þjóðverjar að staðan sé sú sama og var á föstudaginn. Framkvæmdastjóri ESB, Alþjóðgjaldeyrissjóðurinn og Evrópski seðlabankinn hafa ekki viljað veita Grikkjum aðgang að síðasta hluta neyðarfjármagns þeirra, 7,2 milljarðar evra, án þess að Grikkir dragi úr seglum varðandi útgjöld ríkissjóðs. Viðræður hafa nú staðið yfir í fimm mánuði. Grikkland Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Leiðtogar Evrópu ræða nú framtíð Grikklands og skuldavanda ríkisins. Leiðtogar Grikklands lögðu fram í gær nýjar tillögur um aðhald í rekstri ríkisins. Lánadrottnar Grikklands hafa farið fram á slíkar aðgerðir áður en Grikkjum verður veittur frekari aðgangur að neyðarsjóðum. Pierre Moscovici, efnahagsstjóri ESB, sagði í morgun að hann væri „sannfærður“ um að leiðtogarnir myndu komast að niðurstöðu sem byggi á tillögu Grikklands. Í næstu viku þarf Grikkland að endurgreiða 1,6 milljarða evra lán, um 238 milljarða króna. Án samninga við lánadrottna sína er líklegt að Grikkland verði gjaldþrota. Samkvæmt Reuters fréttaveitunni hækkuðu hlutabréfamarkaðir Grikklands um sjö prósent í morgun. Miklar vonir eru uppi um að ríkisstjórnin gæti nú bundið enda á ástandið sem sem hefur farið með Grikkland að barmi gjaldþrots. Meðal tillagna Grikklands er að hækka lífeyrisaldur í 67 ár og gera breytingar á virðisaukaskattkerfi ríkisins. Þrátt fyrir að embættismenn hafi stigið fram og sagst vera vongóðir um að stór skref náist á fundinum í dag, segja Þjóðverjar að staðan sé sú sama og var á föstudaginn. Framkvæmdastjóri ESB, Alþjóðgjaldeyrissjóðurinn og Evrópski seðlabankinn hafa ekki viljað veita Grikkjum aðgang að síðasta hluta neyðarfjármagns þeirra, 7,2 milljarðar evra, án þess að Grikkir dragi úr seglum varðandi útgjöld ríkissjóðs. Viðræður hafa nú staðið yfir í fimm mánuði.
Grikkland Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira