Liðstjórar WOW Cyclothon hittust í Öskju Finnur Thorlacius skrifar 22. júní 2015 16:03 Liðsstjórar keppnisliðanna hlusta á reynslumikla menn. Það styttist óðum í WOW Cyclothon 2015 en keppnin fer fram dagana 23.-26. júní. Hjólað verður í kringum Ísland og áheitum safnað til styrktar uppbyggingar Batamiðstöðvar á Kleppi. Liðstjórar liðanna sem keppa í hjólreiðakeppninni hittust í Bílaumboðinu Öskju í gær. Þar voru keppnisgögn afhent og farið var yfir allt sem viðkemur næringu, hjólabúnaði og skipulagi keppninnar. Stefán Guðmundsson læknir og þríþrautarmeistari var á staðnum til að gefa góð ráð sem og einnig Gunnar Svanbergsson sjúkraþjálfari og hjólari. Bílaumboðið Askja er einn af styrktaraðilum keppninnar og verður með Mercedes-Benz brautarbíla sem fylgja munu keppendum á leið þeirra kringum landið. Þá verður Askja einnig með hjólreiðalið í keppninni en fjömörg lið eru skráð til keppni og má búast við mjög spennandi móti. Alls verða hjólaðir 1.358 kólómetrar í keppninni. Stöð 2 Sport verður með beina útsendingu frá keppninni samfellt í 48 klukkustundir og verður það lengsta beina útsending í íslensku sjónvarpi. Uppáklæddar flugfreyjur WOW afhentu keppendum gögn. Wow Cyclothon Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent
Það styttist óðum í WOW Cyclothon 2015 en keppnin fer fram dagana 23.-26. júní. Hjólað verður í kringum Ísland og áheitum safnað til styrktar uppbyggingar Batamiðstöðvar á Kleppi. Liðstjórar liðanna sem keppa í hjólreiðakeppninni hittust í Bílaumboðinu Öskju í gær. Þar voru keppnisgögn afhent og farið var yfir allt sem viðkemur næringu, hjólabúnaði og skipulagi keppninnar. Stefán Guðmundsson læknir og þríþrautarmeistari var á staðnum til að gefa góð ráð sem og einnig Gunnar Svanbergsson sjúkraþjálfari og hjólari. Bílaumboðið Askja er einn af styrktaraðilum keppninnar og verður með Mercedes-Benz brautarbíla sem fylgja munu keppendum á leið þeirra kringum landið. Þá verður Askja einnig með hjólreiðalið í keppninni en fjömörg lið eru skráð til keppni og má búast við mjög spennandi móti. Alls verða hjólaðir 1.358 kólómetrar í keppninni. Stöð 2 Sport verður með beina útsendingu frá keppninni samfellt í 48 klukkustundir og verður það lengsta beina útsending í íslensku sjónvarpi. Uppáklæddar flugfreyjur WOW afhentu keppendum gögn.
Wow Cyclothon Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent