Ytri Rangá opnar á föstudaginn Karl Lúðvíksson skrifar 24. júní 2015 09:09 Ytri Rangá opnar fyrir veiðimönnum á föstudaginn og ríkir mikill spenningur fyrir deginum þar sem nokkuð er síðan fyrstu laxarnir sáust í ánni. Veiðimenn sem voru á ferðinni við Ytri Rangá í byrjun júní fengu lax þegar þeir voru að kasta fyrir sjóbirting og var sá fiskur grálúsugur svo ekki var um niðurgöngulax að ræða. Laxar hafa einnig sést við nokkra veiðistaði t.d. Borg og Djúpós en sá síðarnefndi er líklega einn af bestu veiðistöðum Ytri Rangár en sem dæmi veiddust 1.156 laxar þar sumarið 2013. Áin er aðeins veidd á flugu fram í miðjan september og hefur sú breyting fengið góðan hljómgrunn meðal erlendra veiðimanna. Það verður spennandi að fá fréttir úr ánni eftir fyrsta daginn og þá líka sér í lagi hvernig hlutföllin verða milli eins og tveggja ára laxa. Stangveiði Mest lesið Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Veiðistaðakynning við Sog Bíldsfell á sunnudaginn Veiði Ennþá fullt af birting í Tungufljóti Veiði 86 sm maríulax kveikti á veiðibakteríunni Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Svíar leita til Íslands með veiðifyrirkomulag Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Veiðiflugur með hnýtingarnámskeið í janúar Veiði Námskeið fyrir leiðsögumenn í laxveiði Veiði
Ytri Rangá opnar fyrir veiðimönnum á föstudaginn og ríkir mikill spenningur fyrir deginum þar sem nokkuð er síðan fyrstu laxarnir sáust í ánni. Veiðimenn sem voru á ferðinni við Ytri Rangá í byrjun júní fengu lax þegar þeir voru að kasta fyrir sjóbirting og var sá fiskur grálúsugur svo ekki var um niðurgöngulax að ræða. Laxar hafa einnig sést við nokkra veiðistaði t.d. Borg og Djúpós en sá síðarnefndi er líklega einn af bestu veiðistöðum Ytri Rangár en sem dæmi veiddust 1.156 laxar þar sumarið 2013. Áin er aðeins veidd á flugu fram í miðjan september og hefur sú breyting fengið góðan hljómgrunn meðal erlendra veiðimanna. Það verður spennandi að fá fréttir úr ánni eftir fyrsta daginn og þá líka sér í lagi hvernig hlutföllin verða milli eins og tveggja ára laxa.
Stangveiði Mest lesið Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Veiðistaðakynning við Sog Bíldsfell á sunnudaginn Veiði Ennþá fullt af birting í Tungufljóti Veiði 86 sm maríulax kveikti á veiðibakteríunni Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Svíar leita til Íslands með veiðifyrirkomulag Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Veiðiflugur með hnýtingarnámskeið í janúar Veiði Námskeið fyrir leiðsögumenn í laxveiði Veiði