Alfa Romeo Guilia gegn BMW M3 Finnur Thorlacius skrifar 24. júní 2015 13:13 Alfa Romeo Guilia er snyrtilega hannaður. Eftir fáeina daga mun Alfa Romeo kynna fyrsta bílinn í röð nýrra bíla sinna sem keppa eiga við þýsku lúxusbílamerkin. Þessi bíll er Alfa Romeo Guilia og honum er att saman við BMW M3 og Audi RS4. Eigandi Alfa Romeo er Fiat og forstjóri þess hefur úttalað sig um að merki Alfa Romeo verði reist til fyrri virðingar og muni keppa af fullum krafti við þýsku bílaframleiðendurna. Hann sagði ennfremur að Alfa Romeo ætlaði að koma fram með mun frísklegri bíla en hina steingeldu bíla þeirra þýsku. Ekki lítil orð þar en spurning hvort kaupendur muni verða sammála honum. Þessi nýi Alfa Romeo Guilia er reyndar enginn venjulegru bíll enda 510 hestöfl sem fæst úr 3,0 lítra V6 vél frá Ferrari. Þá vél má einnig finna í Maserati Quattroporte og Maserati Ghibli. Bíllinn verður eingöngu í boði með afturdrifi og beinskiptingu, semsagt sem hreinræktaður sportbíll. Alfa Romeo Guilia mun koma á markað í byrjun næsta árs. Hann mun einnig fást með 2,0 lítra forþjöppubensínvél og 3,0 lítra dísilvél, en þá vél má einnig finna í Jeep- og Maserati bílum. Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent
Eftir fáeina daga mun Alfa Romeo kynna fyrsta bílinn í röð nýrra bíla sinna sem keppa eiga við þýsku lúxusbílamerkin. Þessi bíll er Alfa Romeo Guilia og honum er att saman við BMW M3 og Audi RS4. Eigandi Alfa Romeo er Fiat og forstjóri þess hefur úttalað sig um að merki Alfa Romeo verði reist til fyrri virðingar og muni keppa af fullum krafti við þýsku bílaframleiðendurna. Hann sagði ennfremur að Alfa Romeo ætlaði að koma fram með mun frísklegri bíla en hina steingeldu bíla þeirra þýsku. Ekki lítil orð þar en spurning hvort kaupendur muni verða sammála honum. Þessi nýi Alfa Romeo Guilia er reyndar enginn venjulegru bíll enda 510 hestöfl sem fæst úr 3,0 lítra V6 vél frá Ferrari. Þá vél má einnig finna í Maserati Quattroporte og Maserati Ghibli. Bíllinn verður eingöngu í boði með afturdrifi og beinskiptingu, semsagt sem hreinræktaður sportbíll. Alfa Romeo Guilia mun koma á markað í byrjun næsta árs. Hann mun einnig fást með 2,0 lítra forþjöppubensínvél og 3,0 lítra dísilvél, en þá vél má einnig finna í Jeep- og Maserati bílum.
Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent