Körfubolti

Love riftir við Cleveland en endar líklega hjá Cleveland

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kevin Love heldur væntanlega áfram hjá Cleveland Cavaliers.
Kevin Love heldur væntanlega áfram hjá Cleveland Cavaliers. vísir/getty
Kevin Love, framherji Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta, hefur ákveðið að segja upp samningi sínum við félagið eins og hann má gera.

Þessi öflugi leikmaður verður því frjáls á markaðnum þegar hann opnar 1. júlí, en engu að síður er talið langlíklegast að hann verði áfram hjá Cleveland.

Love hefur margsinnis sagt að hann verði áfram hjá Cleveland sama hvort hann segi upp samningnum eða ekki.

Að því sögðu þarf Cleveland nú að bjóða honum nýjan og betri samning, en liðið er engu að síður í bestu aðstöðunni til að bjóða honum mestan pening og lengsta samninginn. Öll vötn renna því til Cleveland.

Adrian Wojnarowski, einn virtasti NBA-blaðamaður Bandaríkjanna, býst þó við að Boston muni reyna við Love og þetta fræga stórveldi ætlar að selja honum áhugaverða hugmynd.

Samkvæmt Wojnarowski vill Boston búa til lið í kringum Love, miðherjinn Robin Lopez og hinn 37 ára gamla Paul Pierce. Pierce varð meistari með Boston 2008 en var á mála hjá Washington á síðustu leiktíð.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×