Liðsmenn Íslamska ríkisins eru aftur komnir inn í sýrlensku borgina Kobane eftir að hafa verið hraktir þaðan af hersveitum Kúrda.
Sýrlenska mannréttindavaktin segir að fjöldi fólks hafi látist þegar kom til átaka á milli hópanna í miðborg Kobane, sem stendur við landamæri Sýrlands og Tyrklands.
Kúrdar náðu yfirráðum í borginni fyrr á þessu ári eftir fjögurra mánaða bardaga, með aðstoð loftárása bandaríska hersins.
Liðsmenn ISIS aftur komnir í Kobane
Aðalsteinn Kjartansson skrifar
