Nissan Juke-R 2.0 á Goodwood Festival of Speed Finnur Thorlacius skrifar 25. júní 2015 14:50 Nissan Juke-R 2.0. Næstu helgi fer fram bílahátíðin Goodwood Festival of Speed í Englandi og þar fer ávallt fram klifurkeppni öflugra bíla sem dregur að sér marga áhorfendur. Samhliða keppninni fer fram hin ásýnilegasta sýning bíla, nýrra og gamalla og þar hafa sumir bílaframleiðendur valið sér að sýna bíla sína og þá gjarna ofuröflugar gerðir þeirra. Nissan ætlar að kynna nýjustu gerð Nissan Juke jepplingsins í kraftaútgáfu, Juke-R 2.0 og auk þess keppa á bílnum í klifurkeppninni. Þetta er önnur kynslóð þessa kraftakögguls sem fyrst fékk 545 hestafla vél, þá sömu og má finna í Nissan GT-R bílnum. Sá nýi fær hinsvegar 600 hestafla vél sem einnig má finna í Nissan GT-R Nismo. Í grunninn er þetta sama V6 vélin með tvær forþjöppur, bara misöflugar. Eldri gerð bílsins var fær um sprettinn í hundraðið á 3 sekúndum og víst er að sá nýi gerir enn betur, en Nissan hefur ekki gefið það upp. Þessi snerpa er fáheyrð meðal jepplinga, enda hér á ferð öflugasti jepplingur sem framleiddur er í heiminum. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent
Næstu helgi fer fram bílahátíðin Goodwood Festival of Speed í Englandi og þar fer ávallt fram klifurkeppni öflugra bíla sem dregur að sér marga áhorfendur. Samhliða keppninni fer fram hin ásýnilegasta sýning bíla, nýrra og gamalla og þar hafa sumir bílaframleiðendur valið sér að sýna bíla sína og þá gjarna ofuröflugar gerðir þeirra. Nissan ætlar að kynna nýjustu gerð Nissan Juke jepplingsins í kraftaútgáfu, Juke-R 2.0 og auk þess keppa á bílnum í klifurkeppninni. Þetta er önnur kynslóð þessa kraftakögguls sem fyrst fékk 545 hestafla vél, þá sömu og má finna í Nissan GT-R bílnum. Sá nýi fær hinsvegar 600 hestafla vél sem einnig má finna í Nissan GT-R Nismo. Í grunninn er þetta sama V6 vélin með tvær forþjöppur, bara misöflugar. Eldri gerð bílsins var fær um sprettinn í hundraðið á 3 sekúndum og víst er að sá nýi gerir enn betur, en Nissan hefur ekki gefið það upp. Þessi snerpa er fáheyrð meðal jepplinga, enda hér á ferð öflugasti jepplingur sem framleiddur er í heiminum.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent