Towns valinn númer eitt | Lakers tók Russell Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júní 2015 07:32 Towns ásamt Adam Silver, framkvæmdastjóra NBA-deildarinnar. vísir/getty Nýliðaval NBA-deildarinnar fór fram í Barclays Center í Brooklyn í nótt. Minnesota Timberwolves var með fyrsta valrétt í fyrsta sinn í sögu félagsins og nýtti hann til að velja Karl-Anthony Towns, 19 ára miðherja sem lék með háskólaliði Kentucky á síðasta tímabili. Þetta er í þriðja sinn á síðustu sex árum sem leikmaður frá Kentucky er valinn númer eitt en Towns fylgir þar með í fótspor John Wall (2010) og Anthony Davis (2012). Los Angeles Lakers valdi leikstjórnandann D'Angelo Russell frá Ohio State með öðrum valrétti en margir bjuggust við að miðherjinn Jahlil Okafor yrði tekinn númer tvö. Philadelphia 76ers valdi Okafor hins vegar með þriðja valrétti en hann kemur úr Duke-háskólanum. New York Knicks tók Lettann Kristaps Porzingis með fjórða valrétti sem mæltist ekki vel fyrir hjá stuðningsmönnum liðsins. Brúnin lyftist hins vegar á þeim þegar liðið tryggði sér réttinn til að velja bakvörðinn Jerian Grant með því að skipta leikstjórnandanum Tim Hardaway yngri til Atlanta Hawks.Russell ásamt Adam Silver.vísir/gettyEfstu menn í valinu í ár:1. Karl-Anthony Towns - Minnesota Timberwolves 2. D'Angelo Russell - Los Angeles Lakers 3. Jahlil Okafor - Philadelphia 76ers 4. Kristpas Porzingis - New York Knicks 5. Mario Hezonja - Orlando Magic 6. Willie Cauley-Stein - Sacramento Kings 7. Emmanuel Mudiay - Denver Nuggets 8. Stanley Johnson - Detroit Pistons 9. Frank Kaminsky - Charlotte Hornets 10. Justise Winslow - Miami Heat Heildarlistann yfir þá sem valdir voru má sjá með því að smella hér. NBA Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Sport Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira
Nýliðaval NBA-deildarinnar fór fram í Barclays Center í Brooklyn í nótt. Minnesota Timberwolves var með fyrsta valrétt í fyrsta sinn í sögu félagsins og nýtti hann til að velja Karl-Anthony Towns, 19 ára miðherja sem lék með háskólaliði Kentucky á síðasta tímabili. Þetta er í þriðja sinn á síðustu sex árum sem leikmaður frá Kentucky er valinn númer eitt en Towns fylgir þar með í fótspor John Wall (2010) og Anthony Davis (2012). Los Angeles Lakers valdi leikstjórnandann D'Angelo Russell frá Ohio State með öðrum valrétti en margir bjuggust við að miðherjinn Jahlil Okafor yrði tekinn númer tvö. Philadelphia 76ers valdi Okafor hins vegar með þriðja valrétti en hann kemur úr Duke-háskólanum. New York Knicks tók Lettann Kristaps Porzingis með fjórða valrétti sem mæltist ekki vel fyrir hjá stuðningsmönnum liðsins. Brúnin lyftist hins vegar á þeim þegar liðið tryggði sér réttinn til að velja bakvörðinn Jerian Grant með því að skipta leikstjórnandanum Tim Hardaway yngri til Atlanta Hawks.Russell ásamt Adam Silver.vísir/gettyEfstu menn í valinu í ár:1. Karl-Anthony Towns - Minnesota Timberwolves 2. D'Angelo Russell - Los Angeles Lakers 3. Jahlil Okafor - Philadelphia 76ers 4. Kristpas Porzingis - New York Knicks 5. Mario Hezonja - Orlando Magic 6. Willie Cauley-Stein - Sacramento Kings 7. Emmanuel Mudiay - Denver Nuggets 8. Stanley Johnson - Detroit Pistons 9. Frank Kaminsky - Charlotte Hornets 10. Justise Winslow - Miami Heat Heildarlistann yfir þá sem valdir voru má sjá með því að smella hér.
NBA Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Sport Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira