Að minnsta kosti sextán eru látnir og fjölmargir særðir eftir sjálfsvígssprengjuárás við mosku sjíamúslíma í Kúveit.
Sprengingin varð þegar um tvö þúsund manns komu saman til föstudagsbænar í Imam Sadiq moskunni í al-Sawaber í austurhluta kúveisku höfuðborgarinnar.
Hópur tengdur hryðjuverkasamtökunum ISIS hefur sagst bera ábyrgð á árásinni, en ISIS-liðar hafa gert sambærilegar árásir í Sádi-Arabíu og Jemen síðustu vikurnar.
Uppfært 14:45:
Talsmaður kúveiska innanríkisráðuneytisins segir að tala látinna sé nú komin í 25, auk þess að rúmlega tvö hundruð særðust í árásinni.
