Mikill órói á fjármálamörkuðum vegna ástandsins í Grikklandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. júní 2015 07:36 Örtröð myndaðist við gríska banka um helgina þegar almenningur reyndi að taka út eins mikið fé og hægt var. vísir/getty Fjármálamarkaðir um allan heim leika á reiðiskjálfi vegna ástandsins í Grikklandi. FTSE 100-vísitalan lækkaði um meira 150 stig, eða um meira en 2 prósent, þegar markaðir í London opnuðu í morgun. Þá varð enn meiri lækkun á mörkuðum í Frakklandi og Þýskalandi, eða um 4 prósent. Hlutabréfaverð í evrópskum bönkum féll um allt að 10 prósent, að því er fram kemur í frétt á vef Guardian. Í nótt var mikill órói á mörkuðum í Asíu. Nikkei-vísitalan í Tókýo lækkaði um 3 prósent og í Hong Kong lækkuðu hlutabréf um 2,5 prósent. Gríska kauphöllin opnar ekki í dag og þá verða bankar í Grikklandi lokaðir alla þessa viku. Gríska ríkisstjórnin tók þá ákvörðun í kjölfar þess að Seðlabanki Evrópu ákvað að lengja ekki í línu neyðaraðstoðar til handa bönkunum svo þeir gætu haldið starfsemi sinni áfram. Í yfirlýsingu sem ríkisstjórn Grikklands sendi frá sér kemur fram að það sé gríðarlega nauðsynlegt að vernda fjármálakerfi landsins þar sem greiðslugeta þess sé hverfandi. Þá munu Grikkir ekki tekið út meira en 60 evrur á dag af bankareikningum sínum, eða um 8.800 krónur. Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram í Grikklandi þann 5. júlí næstkomandi um kröfur lánadrottna gríska ríkisins. Á morgun á gríska ríkið svo að standa skil á 1,6 milljarða evra láni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem það á ekki fyrir. Grikkland Tengdar fréttir Grikkir ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu Þjóðin mun ákveða hvort að taka eigi tillögum kröfuhafa Grikklands. 26. júní 2015 23:46 Þjóðaratkvæðagreiðsla um virðingu von og áframhald lýðræðis Bankar í Grikklandi verða ekki opnir á morgun og þeir eiga ekki fyrir risavaxinni afborgin til AGS á þriðjudag. 28. júní 2015 18:30 Sagði „mögulega best“ fyrir Grikki að yfirgefa evrusamstarfið David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta við leiðtoga Evrópusambandsins. 26. júní 2015 19:24 Tsipras sakar lánadrottna um að kúga Grikki Ekkert samkomulag náðist milli fulltrúa Grikkja og lánadrottna þeirra í Brussel fyrr í dag. 26. júní 2015 16:27 Mest lesið 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Verðbólga mjakast niður á við Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fjármálamarkaðir um allan heim leika á reiðiskjálfi vegna ástandsins í Grikklandi. FTSE 100-vísitalan lækkaði um meira 150 stig, eða um meira en 2 prósent, þegar markaðir í London opnuðu í morgun. Þá varð enn meiri lækkun á mörkuðum í Frakklandi og Þýskalandi, eða um 4 prósent. Hlutabréfaverð í evrópskum bönkum féll um allt að 10 prósent, að því er fram kemur í frétt á vef Guardian. Í nótt var mikill órói á mörkuðum í Asíu. Nikkei-vísitalan í Tókýo lækkaði um 3 prósent og í Hong Kong lækkuðu hlutabréf um 2,5 prósent. Gríska kauphöllin opnar ekki í dag og þá verða bankar í Grikklandi lokaðir alla þessa viku. Gríska ríkisstjórnin tók þá ákvörðun í kjölfar þess að Seðlabanki Evrópu ákvað að lengja ekki í línu neyðaraðstoðar til handa bönkunum svo þeir gætu haldið starfsemi sinni áfram. Í yfirlýsingu sem ríkisstjórn Grikklands sendi frá sér kemur fram að það sé gríðarlega nauðsynlegt að vernda fjármálakerfi landsins þar sem greiðslugeta þess sé hverfandi. Þá munu Grikkir ekki tekið út meira en 60 evrur á dag af bankareikningum sínum, eða um 8.800 krónur. Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram í Grikklandi þann 5. júlí næstkomandi um kröfur lánadrottna gríska ríkisins. Á morgun á gríska ríkið svo að standa skil á 1,6 milljarða evra láni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem það á ekki fyrir.
Grikkland Tengdar fréttir Grikkir ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu Þjóðin mun ákveða hvort að taka eigi tillögum kröfuhafa Grikklands. 26. júní 2015 23:46 Þjóðaratkvæðagreiðsla um virðingu von og áframhald lýðræðis Bankar í Grikklandi verða ekki opnir á morgun og þeir eiga ekki fyrir risavaxinni afborgin til AGS á þriðjudag. 28. júní 2015 18:30 Sagði „mögulega best“ fyrir Grikki að yfirgefa evrusamstarfið David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta við leiðtoga Evrópusambandsins. 26. júní 2015 19:24 Tsipras sakar lánadrottna um að kúga Grikki Ekkert samkomulag náðist milli fulltrúa Grikkja og lánadrottna þeirra í Brussel fyrr í dag. 26. júní 2015 16:27 Mest lesið 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Verðbólga mjakast niður á við Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Grikkir ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu Þjóðin mun ákveða hvort að taka eigi tillögum kröfuhafa Grikklands. 26. júní 2015 23:46
Þjóðaratkvæðagreiðsla um virðingu von og áframhald lýðræðis Bankar í Grikklandi verða ekki opnir á morgun og þeir eiga ekki fyrir risavaxinni afborgin til AGS á þriðjudag. 28. júní 2015 18:30
Sagði „mögulega best“ fyrir Grikki að yfirgefa evrusamstarfið David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta við leiðtoga Evrópusambandsins. 26. júní 2015 19:24
Tsipras sakar lánadrottna um að kúga Grikki Ekkert samkomulag náðist milli fulltrúa Grikkja og lánadrottna þeirra í Brussel fyrr í dag. 26. júní 2015 16:27